Alhliða tölvuþjónusta
Þjónustufyrirtæki á rafeindatækni sviði þarf samkvæmt iðnaðarlögum nr. 42/1978 að hafa innan sinna vébanda rafeindavirkjameistara sem hefur umsjón með þjónustunni. Viðgerðarþjónusta á íhlutum tölvunnar, s.s. spennugjöfum, tölvuskjám o.fl. krefst sérhæfðrar kunnáttu og þarf því að vera framkvæmd af fagaðilum
Innan SART eru fyrirtæki sem sinna þessari þjónustu. Finna má þessi fyrirtæki hér.
Í rafeindatækninni starfa aðilar sem hafa reynslu á ýmsum sviðum tölvuþjónustunnar. Má þar nefna uppsetningum á stýrikerfum, skrifstofu hugbúnaði og bilanagreiningu.
Starfsmenn sem starfa í tölvuþjónustufyrirtækjum hafa margir gengist undir hæfnismat og þjálfun í stýrikerfum s.s. Microsoft og/eða geta sýnt fram á að viðkomandi hafi mikla reynslu á sviði tölvutækninnar. Oft er mikið sérnám að baki og hægt er að sérhæfa sig á mörgum sviðum.
Iðnaðarlögin nr. 42 frá árinu 1978 taka til hvers konar iðnrekstrar í atvinnuskyni. Í 8. gr. laganna segir að iðngreinar sem löggiltar hafa verið í reglugerð iðnaðarráðherra, skuli ávallt reknar undir forstöðu meistara. Þá segir að meistari skulu bera ábyrgð á að öll vinna sé rétt og vel að hendi leyst.
Samstarfsaðilar
Smelltu á mynd til að fara á vef