Bráða- og neyðarþjónusta
Eftirtalin fyrirtæki sem eiga aðild að Samtökum rafverktaka, Sart, sinna bráða- og neyðarþjónustu vegna raflagna og netkerfa. Í samræmi við lög og reglugerðir þá eru öll fyrirtækin með löggilta rafverktaka eða rafeindavirkjameistara í forsvari sem bera ábyrgð á að öll vinna sem fyrirtækin þeirra taka að sér sé rétt og vel af hendi leyst.
Samtök rafverktaka mæla með því að neytendur kynni sér gjald sem þjónustuaðili innheimtir vegna útkalla sem tengjast bráða- og neyðarþjónustu áður en gengið er frá pöntun á þjónustu.