Greiður aðgangur að vinnustaðanámi
Samtök rafverktaka, SART, leggja mikla áherslu á að nemar eigi greiðan aðgang að vinnustaðanámi. Félagsmenn SART kappkosta að haga starfsemi fyrirtækja sinna á þann veg að þeir geti tekið nema í vinnustaðanám og stuðlað þannig að vexti og viðgangi rafiðngreina.
Nemastofa atvinnulífsis sem er í jafnri eigu RAFMENNTAR og IÐUNNAR var sett á laggirnar til að vinna að bættu vinnustaðanámi og fjölgun faglærðs starfsfólks í atvinnulífinu ásamt því að aðstoða við að halda uppi gæðum vinnustaðanáms og halda úti kynningu á iðn- og starfsnámi. SART vinna náið með Nemastofu atvinnulífsins og hvetur félagsmenn, skóla og nema til að leita til Nemastofu atvinnulífsins um allt það sem tengist vinnustaðanámi.
