Rafmagnsöryggissvið HMS hefur yfirumsjón með rafmagnsöryggismálum á Íslandi,  skoðunum á raforkuvirkjum, neysluveitum (heimilum og fyrirtækjum), öryggisstjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka  og markaðseftirliti raffanga. Auk þess  löggildir sviðið rafverktaka, annast skráningu og rannsóknir á slysum og tjóni af völdum rafmagns ásamt því að annast útgáfu á kynningar- og fræðsluefni er varðar rafmagnsöryggi. Það er hlutverk rafmagnsöryggissviðs HMS að hafa eftirlit með vörnum gegn hættu og tjóni af raforkuvirkjum, neysluveitum og rafföngum og truflunum af þeirra völdum. Fara á vef HMS.

Löggilding rafverktaka

Hverjir hafa leyfi til að vinna við raflagnir?
Einungis rafverktakar sem löggiltir eru af HMS mega taka að sér rafverktöku og/eða annast viðgerðir á hvers konar rafföngum, sbr. gr. 13e í lögum nr. 146/1996. um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga.
Skrá yfir löggilta rafverktaka er að finna á heimasíðu HMS.
Starfsmenn löggiltra rafverktaka starfa við raflagnir á ábyrgð vinnuveitanda síns.

Til að öðlast löggildingu HMS þarf umsækjandi að uppfylla kröfur um menntun og starfsreynslu sem nánar er tilgreind í reglugerð nr. 678/2009 um raforkuvirki, með áorðnum breytingum.

Löggildingar flokkar eru þrír:
A-löggilding sem er löggilding til rafvirkjunarstarfa við háspennuvirki á almennum markaði.
B-löggilding sem er löggilding til rafvirkjunarstarfa við lágspennuvirki og til viðgerða á hvers konar rafföngum á lágspennusviði á almennum markaði.
C-löggilding (CA;CB) er takmörkuð löggilding til rafvirkjunarstarfa við háspennuvirki, og/eða lágspennuvirki eða til viðgerða á hvers konar rafföngum á lágspennusviði, innan vébanda einstakra fyrirtækja eða stofnana sem ekki annast almenna rafverktöku eða viðgerðir á almennum markaði. Þá skal löggildingin eingöngu ná til starfa/raffanga á athafnasvæðum og/eða húsnæði viðkomandi fyrirtækja eða stofnana.

Öryggisstjórnunarkerfi
Löggiltir rafverktakar skulu starfa eftir skilgreindu öryggisstjórnunarkerfi til að tryggja eins og hægt er að starfsemi þeirra sé samkvæmt öryggiskröfum laga og reglugerða þannig að kröfum um gæði vinnu og öryggi búnaðar, sem gerðar eru í samræmi við lög og reglugerðir, sé fullnægt. 

 

OiRA rafrænt gagnvirkt áhættumat

OiRA, Online interactive Risk Assessment stendur fyrir rafrænt gagnvirkt áhættumat sem er á netinu.  OiRA gerir þér kleift að framkvæma áhættumat fyrir vinnustaðinn þinn.
OiRA hentar öllum sem vilja meta hættu sem snýr að öryggi og heilbrigði á vinnustað þeirra
OiRA verkfærið er hannað til þess að koma að mestum notum fyrir smærri fyrirtæki
OiRA verkfærið hjálpar fyrirtækjum að finna hættur og meta áhættu í starfsumhverfinu. Verkfærið býr til aðgerðaráætlun um úrbætur sem fyrirtækið þarf að framkvæma

Taka rafmagnspróf

Eru rafmagnsmálin í lagi á heimili þínu eða vinnustað? Hafir þú grun um að ekki sé allt eins og best verður á kosið þá er tilvalið að taka rafmagnsprófið.
Öryggi - Fagmennska

Markmið aðildarfyrirtækja SART er að veita á hverjum tíma þá bestu þjónustu sem völ er á. 
Merki samtakanna eru skrásett vörumerki og engum öðrum en félagsmönnum er heimil notkun þeirra. Hafa ber í huga að merkin eru trygging fyrir fagmennsku, öryggi og traustum viðskiptaháttum.      
            


Löggiltir rafverktakar

Einungis rafverktakar sem löggiltir eru af Mannvirkjastofnun mega taka að sér rafverktöku og/eða annast viðgerðir á hvers konar rafföngum.

Löggiltir rafverktakar starfa eftir skilgreindu öryggisstjórnunarkerfi til að tryggja eins og hægt er að starfsemi þeirra sé samkvæmt öryggiskröfum laga og reglugerða þannig að kröfum um gæði vinnu og öryggi búnaðar, sem gerðar eru í samræmi við lög og reglugerðir, sé fullnægt.  

Rafeindavirkjameistarar

Rafeindavirkjun er iðngrein sem ávallt skal rekin undir handleiðslu meistara. Fyrirtæki í rafeindaiðnaði annast sölu, uppsetningu, viðhald og viðgerðir á almennum rafeindabúnaði s.s. tölvum, útvarps-, hljómflutnings-, síma- og sjónvarpstækjum, loftnetum og  gervihnatta-búnaði. Fyrirtæki í rafeindaiðnaði annast jafnframt sölu uppsetningu, viðhald og viðgerðir á margskonar fjarskiptakerfum og öðrum búnaði  t.a.m. í farartækjum á landi, lofti og sjó. Má þar m.a. nefna útvörp, talstöðvar, farsíma, staðsetningartæki, sjálfstýribúnað, ratsjártæki og fiskileitar-tæki.  

Húsbyggjandinn

Í upphafi skal endinn skoða
Þegar byggt er nýtt hús eða gömul hús endurnýjuð er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir vinnuferlinu og þeim leikreglum sem gilda um slíkar framkvæmdir og á það við um alla verkþætti. Hér verður einungis fjallað um raflagnir en þeim verkþætti fylgja oftast fjarskipta- og öryggislagnir.

Byggingarstjóri.
Samkvæmt byggingarlögum og byggingarreglugerð ber byggingar-stjóra að sjá til þess að löggiltir iðnmeistarar séu skráðir á alla verkþætti hjá byggingarfulltrúa í viðkomandi umdæmi.

Teikningar
Áður en hafist er handa er mikilvægt að hönnun sé lokið þannig að allir sem að verkinu koma viti hvert er stefnt. Til þess að hægt sé að gera kostnaðaráætlun og/eða fá tilboð í verkið þurfa raflagnateikningar að liggja fyrir.

Fá tilboð eða semja um verð
Farsælast er að óska eftir tilboðum í verkið og þá jafnvel frá fleiri en einum rafverktaka. Í stað þess að fá eina tölu í verkið er betra að sundurliða það eftir verkþáttum. Nákvæm magntölu-skrá er besti kosturinn, eftir því sem verkið er betur skilgreint því nákvæmari verður loka niðurstaðan.

Ef samkomulag verður um að vinna verkið í tímavinnu eða í ákvæðisvinnu er nauðsynlegt  að semja um útselt tímagjald eða útselda verkeiningu áður en verkið hefst. Ef vinna á yfirvinnu í verkinu er farsælast að semja um þann þátt fyrirfram.

Vert er að minna á að samkvæmt samkeppnislögum er óheimilt að hafa samráð um útselda vinnu og getur hún því verið breytileg milli fyrirtækja. 

Verksamningur / Lagnaleyfi
Þegar tilboði hefur verið tekið er nauðsynlegt að aðilar geri með sér verksamning þar sem samið er um framgang verksins og  greiðslufyrirkomulag. Þá ber báðum aðilum samkvæmt lögum að undirrita eyðublað Mannvirkjastofnunar MVS 3. 102 Tilkynning um rafverktöku á neysluveitu. Rafverktaki sendir síðan eyðublaðið til viðkomandi rafveitu eða Mannvirkja-stofnunar. Vert er að geta þess að eyðublaðið er ígildi samnings milli aðila.

Heimtaug/spennusetning
Húsbyggjandinn þarf að sækja um heimtaug til viðkomandi rafveitu. Hann getur einnig falið rafverktaka sínum að annast það fyrir sig. Rafverktakinn sækir síðan um spennusetningu þegar lögnin er spennuhæf. Sama gildir í þeim tilfellum þegar um vinnuskúra er að ræða.

Framvinda verks
Þegar hér er komið sögu reynir á samkomulag milli aðila um framgang verks og greiðslur.

Verklok
Þegar verki er lokið framkvæmir rafverktakinn lokaúttekt og gerir tilheyrandi mælingar. Þá gerir hann lokaskýrslu á eyðublað, MVS 3. 105 Skýrsla um neysluveitu sem hann sendir til viðkomandi rafveitu eða Mannvirkjastofnunar og afrit til verkkaupa/húseiganda.

Rafverktakaskipti
Með undirskrift á eyðublað MVS 3. 102 er kominn á samningur milli aðila um verktöku og rafverktakinn er orðinn ábyrgur fyrir lögninni gagnvart viðkomandi rafveitu og Mannvirkja-stofnun. Óski verkkaupi eftir að skipta um verktaka verður að gera það á þann hátt sem lög segja fyrir um, með undirskrift beggja aðila á eyðublað MVS 3. 103  Tilkynning um rafverk-takaskipti.  Áður en til skipta kemur þarf að fara fram uppgjör milli fráfarandi verktaka og verkkaupa. Rafverktakinn sem tekur við yfirtekur síðan alla ábyrgð á verkinu.  

Virðisaukaskattur
Endurgreiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu við íbúðarhúsnæði og sumarhús.
Iðnmeisturum og verktökum í byggingariðnaði er skylt að innheimta virðisaukaskatt af allri útseldri vinnu, vöru og þjónust. Virðisaukaskattur af vinnu manna sem unnin er á byggingarstað íbúðarhúsnæðis fæst hinsvegar endurgreiddur að ákveðnu marki.

Alþingi samþykkti 2010 lög um að endurgreiða megi virðisaukaskatt af vinnu iðnaðar- og verkamanna á byggingarstað, vegna  við nýsmíði, endurbóta og viðhald á íbúðarhúsnæði.

Hvernig fæ ég endurgreitt:  Sjá vef RSK