Rafmagnspróf

Eru rafmagnsmálin í lagi á heimili þínu eða vinnustað? Hafir þú grun um að ekki sé allt eins og best verður á kosið þá er tilvalið að taka rafmagnsprófið. 

Svarið eftirfarandi spurningum samviskusamlega. Hakið við tómu reitina ef ykkur þykir spurningin eiga við hjá ykkur.

 

Rafmagnstaflan

Er rafmagnstaflan gömul trétafla? Sést í bera víra eða tengingar í töflunni? Er búnaður töflunnar skemmdur eða brotinn? Springa öryggin oft eða slá þau oft út? Eru lélegar eða engar merkingar í töflunni? Er rafmagnstaflan án lekastraumsrofa?

Lekastraumsrofinn

Slær rofinn stundum út án sýnilegrar ástæðu? Er áfram rafmagn á íbúðinni eftir að þú hefur ýtt á prófhnappinn á lekastraumsrofanum? Hefur orðið bilun í rafkerfi eða raftæki en lekastraumsrofinn ekki slegið út?

Innstungur (tenglar)

Eru sumar innstungur á heimilinu ójarðtengdar? Eru brotin lok á innstungunum? Eru mörg raftæki tengd í eina innstungu? Eru klær Eru innstungur illa festar á vegg eða í veggdósir?

Ljósarofar

Eru brotin lok eða brotnir takkar á rofum? Ber á sambandsleysi í ljósarofum? Eru einhverjir rofar illa festir? Eru einhverjir rofar heitir?

Leiðslur (lausataugar)

Eru leiðslur í gangvegi eða undir gólfteppum? Liggja leiðslur þar sem þær geta klemmst, t.d milli stafs og hurðar? Er gat eða sjáanlegt slit á leiðslum? Er þannig gengið frá klóm að sést í litaða einangrun víranna í leiðslunni? Eru tæki sem eiga að vera jarðtengd í ójarðtengdum innstungum? Liggja leiðslur í haug eða upprúllaðar þegar þær eru í notkun?

Ljós og önnur raftæki

Eru sterkari perur í ljósum en uppgefinn hámarksstyrkur segir til um? Eru sterk ljós (t.d. kastarar) staðsett nálægt brennanlegum efnum? Springa perur oftar í einu ljósastæði en öðru? Eru loftljós illa uppsett og hanga á tengingum?

 

Ef ekki er hakað í neina reiti bendir það til þess að ágætt ástand sé á raflögnum og rafbúnaði á heimili ykkar.  

Eftir því sem hökuðum reitum fjölgar er meiri ástæða til að sýna aðgát og fá löggiltan rafverktaka til að gera úttekt á ástandinu.  

Einn eða fleiri hakaðir reitir í hverjum hluta bendir til þess að raflagnir á heimilinu séu ekki eins og þær eiga að vera og tafarlaust þurfi að kalla til löggiltan rafverktaka.  

Þú getur notað leitarvélina okkar til að leita að löggiltum rafverktaka eftir heimilisfangi, póstnúmeri eða landshluta. Einnig er hægt að fara á aðildarfyrirtækja síðuna og skoðað listana þar. Smelltu hér til þess að nota leitarvélina.


Prenta