(+354) 591 0100

Símanúmer

sart@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Fréttir

Aðalfundir aðildarfélaga

Í desember héldu þrjú aðildarfélög sart aðalfundi sína
• Félaga rafverktaka á Vestfjörðum, FRVF  8. desember
• Félag rafeindatæknifyrirtækja, FRT 13. desember
• Félag rafverktaka á Suðurlandi, FRS 19. desember


Í stjórn FRVF eru:
Sævar Ósarsson formaður, Einar Ágúst Yngvason og Albert Guðmundsson meðstjórnendur og Karl Þór Þórisson, varamaður.

 


Í stjórn FRT eru:
Hjörtur Árnason formaður, Guðni Einarsson og Sigurður Gunnarsson meðstjórnendur og Vilmundur Sigurðsson og Halldór Gunnarsson eru varamenn.

 


Í stjórn FRS eru:
Magnús Gíslason formaður, Guðjón Guðmundsson og Ragnar Ólafsson meðstjórnendur og Hermann G. Jónsson varamaður.

 

Rafmennt afhendir útskriftarskírteina

 

Útskriftarnemum í Meistaraskóla, kvikmyndartækni, og sveinum í raf- og rafeindavirkjum voru afhent útskriftarskírteini við hátíðlega athöfn á Hótel Nordica  þann 20. desember.
Að þessu sinni voru útskrifaðir 21 meistari, 24 nýsveinar í rafvirkjun, 7 nýsveinar í rafeindavirkjun og 10 kvikmyndatæknifræðingar
Dagskráin var glæsileg að vanda með ræðuhöldum og afhendingu viðurkenninga fyrir góðan árangur.
Dúx í Kvikmyndatækni var Kristján Loftur Jónsson og hlaut hann verðlaun frá Stúdío Sýrlandi.

Breki Gunnarsson fékk verðlaun frá SART fyrir heildar árangur á sveinsprófi í rafvirkjun.

Skafti Þór Einarson hlaut viðurkenningu frá FÍR fyrir góðan árangur árangur í skriflega hluta sveinsprófs og Breki Gunnarsson fyrir verklega hlutann.

Fyrir heildar árangur á sveinsprófi í rafeindavirkjun hlaut Albert Snær Guðmundsson verðlaun frá SART
Félag rafeindavirkja veitti einnig Albert Snæ Guðmundssyni viðurkenningu fyrir skriflegan árangur og Jakobi Bjarka Hjartarsyni fyrir verklegan árangur. 


Nýútskrifaðir meistarar fengu allir gjafabréf með árs aðild að Samtökum rafverktaka.

Að þessu sinni útskrifuðust 21 meistari frá Rafmennt

Nýjar forvarnarleiðbeiningar til húseigenda um rafmagnsöryggi gefnar út

 

Samtök rafverktaka (sart) hafa í samstarfi við Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) gefið út forvarnarleiðbeiningar sem miða að því að auka rafmagnsöryggi á heimilum og vinnustöðum. Leiðbeiningarnar innihalda mikilvægar ráðleggingar til húseigenda um hvernig draga má úr hættu á slysum og eldsvoðum af völdum rafmagns.

Samkvæmt reynslu frá Evrópu eru tæplega helmingur eldsvoða raktir til rafmagns. Því er lykilatriði að húseigendur geri sitt til að bæta brunavarnir og tryggja öryggi heimilisfólks og starfsfólks. Í leiðbeiningunum er meðal annars fjallað um reglulegt eftirlit með rafbúnaði, mikilvægi faglegra úttektar löggiltra rafverktaka og hvernig forðast má algengar hættur tengdar rafmagni.

Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á vefsíðum samtakanna, og vonast aðstandendur útgáfunnar til að þær nýtist sem flestum til að draga úr hættu á eldsvoðum og slysum.

Samtök rafverktaka, hvetja til aukinnar vitundar um rafmagnsöryggi
Samtök rafverktaka leggja áherslu á mikilvægi rafmagnsöryggis sem hluta af bættu rekstrarumhverfi og aukinni ábyrgð húseigenda og fyrirtækja. Með því að fylgja slíkum leiðbeiningum er hægt að draga verulega úr hættu á slysum, minnka tjón og efla öryggi almennings og starfsfólks. 

Leiðbeiningarnar má nálgast hér: Hlekkur

Ný stjórn FLR kjörin á aðalfundi 2024


Aðalfundur Félags löggiltra rafverktaka (FLR) fór fram miðvikudaginn 6. nóvember 2024 í Húsi atvinnulífsins. Á fundinum voru helstu málefni félagsins til umfjöllunar, meðal annars skýrsla stjórnar, ársreikningar og kosningar til stjórnar og varastjórnar.
Pétur H. Halldórsson endurkjörinn formaður
Pétur H. Halldórsson, sem lokið hafði sínu kjörtímabili sem formaður, gaf kost á sér til áframhaldandi starfa og var einróma endurkjörinn til tveggja ára. Einnig voru kosnir tveir meðstjórnendur; Jóhann Unnar Sigurðsson hlaut kjör í fyrstu umferð, en Arnar Heiðarsson var valinn í seinni umferð kosninga. Í varastjórn hlutu kjör þeir Kristján Sveinbjörnsson og Hafþór Ólason.
Aðrar samþykktir og verkefni félagsins
Ársreikningar félagsins voru kynntir og samþykktir án athugasemda, en engin tillaga lá fyrir um breytingar á félagsgjöldum eða samþykktum félagsins. Núverandi skoðunarmenn reikninga, Helgi Kolsöe og Lárus Andri Jónsson, voru endurkjörnir einróma.
Undir liðnum önnur mál vakti Hjörleifur Stefánsson, formaður SART, athygli fundarmanna á Mannvirkjagátt HMS og hvatti félagsmenn til að nýta sér upplýsingarnar sem þar má finna. Áður en fundurinn hófst hélt Borgar Erlendsson kynningu á nýju markaðsforriti, Kozmoz, sem ætlað er að auðvelda viðskiptatengsl og miðlun þjónustu á sviði löggiltra iðngreina í mannvirkjagerð.
Ný stjórn tekur til starfa
Stjórn FLR fyrir starfsárið 2024-2025 skipa nú Pétur H. Halldórsson, formaður, ásamt Jóhanni Unnari Sigurðssyni, Arnari Heiðarssyni, Bergrós B. Bjarnadóttur og Róberti Einari Jenssyni sem meðstjórnendum. Hafþór Ólason og Kristján Sveinbjörnsson gegna hlutverki varamanna.

Haustferð FLR

Félags löggiltra rafverktaka héldu nýverið í árlega haustferð sem að þessu sinni lá vestur á bóginn. 

Viðburðarík dagskrá

Fyrsta stopp ferðarinnar var í Hvalstöðina þar sem Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson tók á móti hópnum og kynnti fyrir þeim sögu og menningu sem tengist hvalveiðum á Íslandi. Að því loknu var haldið áfram að Hernámssafninu þar sem þátttakendur fengu innsýn í sögu Íslands á stríðsárunum og áhrif hernámsins á íslenskt samfélag.

Móttaka á Vimundarstöðum

Að dagskrá lokinni bauð Óskar Rafnsson í Rafkaup hópnum til sín í óðalssetur sitt að Vilmundarstöðum í Reykholtsdal þar sem gafst tækifæri til að njóta höfðinglegra veitinga, eiga gott samtal og efla tengsl meðal félagsmanna FLR. 

 PPétur H. Halldórsson formaður FLR og Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar

97. Stjórnarfundur SART: Megin áherslur og ný verkefni

Stjórn Samtaka rafverktaka (SART) kom saman á Hótel Selfossi þann 25. október þar sem fjöldi mála var á dagskrá, allt frá öryggismálum tengdum rafmagnstöflum til þáttöku í erlendu samstarfi evrópskra rafverktaka. Fundinum var stýrt af Hjörleifi Stefánssyni, og var Jóhann Ólafsson frá HMS gestur fundarins.

Áhersla lögð á öryggismál í rafiðnaði

”Stóra víramálið” hefur verið til umræðu meðal félagsmanna SART frá 2022, og hefur það krafist töluverðrar vinnu Fagnefndar SART og tíðra samskipta við HMS. Uppfærðar leiðbeiningar frá HMS voru kynntar í október, og er von á endanlegri útgáfu á næstu vikum, þegar leiðbeiningarnar liggja fyrir munu þær verða kynntar sérstaklega fyrir félagsmönnum.
Í átaksverkefni um eldri rafmagnstöflur greindi HMS frá því að ábendingar hafa borist um 600 rafmagnstöflurm sem taldar eru hættulegar, og ætlar HMS að senda eigendum viðkomandi fasteigna upplýsingar um nauðsynlegar ráðstafanir sem grípa þarf til.  SART mun senda félagsmönnum upplýsingar sem HMS hefur gefið út og fjalla um hættur sem geta stafað að eldri rafmagnstöflum.

Rafmagnsöryggisgáttin

Sart og Samorka hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu rafmagnsöryggisgáttarinna og leggja áherslu á að flýtt verði innleiðingu nýrrar rafmagnsöryggisgáttar sem fylgi nýjustu tækniþróun. Óskað hefur verið eftir skriflegu svari frá HMS um stöðu þessa verkefnis en óstaðfestar fréttir herma að áætlað sé að ný gátt verði tekin í notkun haustið 2025.

Öryggisskóli iðnaðarins
Sagt var frá undirbúning fyrir stofnun Öryggisskóla iðnaðarins þar sem lagt er upp með að efla öryggisvitund og menntun iðnaðarmanna með samstarfi Rafmenntar og Iðunnar.

Nýleg þátttaka á alþjóðlegum vettvangi
Hjörleifur Stefánsson kynnti þátttöku samtakanna á NEPU- og EuropeOn-fundum, þar sem fjallað var um nýjar orkulausnir og áhrif regluverks ESB á íslenskan iðnað. Með þessu samstarfi hyggjast SART sjá fyrir væntanlegar breytingar á regluverki í rafiðnaði og bregðast við þeim tímanlega.

SART í góðu samstarfi við Samtök iðnaðarins munu áfram fylgjast grannt með þróun þessara mála og leggja sitt af mörkum til að tryggja öryggi og gæði í íslenskum rafiðnaði.

Magnús Gíslason, formaður Félags rafverktaka á Suðurlandi sá um undirbúning fundarinns.

Valdimar Bragason leiddi fundarmenn um nýja miðbæinn  á Selfossi og sagði sögu húsanna sem fyrir augu bar 

 


Samtök rafverktaka
Borgartún 35, 105 Reykjavík

Sími 591 0100
Fax 591 0101
Kt. 420269-0729
sart@si.is

Sterkari saman

Samtök iðnaðarins eru stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi.

Öryggi - Fagmennska

Merki samtakanna eru skrásett vörumerki og eru trygging fyrir fagmennsku, öryggi og traustum viðskiptaháttum.