Samtök rafverktaka (sart) hafa í samstarfi við Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF) gefið út forvarnarleiðbeiningar sem miða að því að auka rafmagnsöryggi á heimilum og vinnustöðum. Leiðbeiningarnar innihalda mikilvægar ráðleggingar til húseigenda um hvernig draga má úr hættu á slysum og eldsvoðum af völdum rafmagns.
Samkvæmt reynslu frá Evrópu eru tæplega helmingur eldsvoða raktir til rafmagns. Því er lykilatriði að húseigendur geri sitt til að bæta brunavarnir og tryggja öryggi heimilisfólks og starfsfólks. Í leiðbeiningunum er meðal annars fjallað um reglulegt eftirlit með rafbúnaði, mikilvægi faglegra úttektar löggiltra rafverktaka og hvernig forðast má algengar hættur tengdar rafmagni.
Leiðbeiningarnar eru aðgengilegar á vefsíðum samtakanna, og vonast aðstandendur útgáfunnar til að þær nýtist sem flestum til að draga úr hættu á eldsvoðum og slysum.
Samtök rafverktaka, hvetja til aukinnar vitundar um rafmagnsöryggi
Samtök rafverktaka leggja áherslu á mikilvægi rafmagnsöryggis sem hluta af bættu rekstrarumhverfi og aukinni ábyrgð húseigenda og fyrirtækja. Með því að fylgja slíkum leiðbeiningum er hægt að draga verulega úr hættu á slysum, minnka tjón og efla öryggi almennings og starfsfólks.
Leiðbeiningarnar má nálgast hér: Hlekkur