(+354) 591 0100

Símanúmer

sart@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Fréttir

Pétur H. Halldórsson tók við formennsku Sart á aðalfundi samtakanna 7. mars

Aðalfundur Sart var haldinn föstudaginn 7. mars sl.
Á fundinum tók Pétur H. Halldórsson við formennsku Samtaka rafverktaka, Sart af Hjörleifi Stefánssyni sem lokið hafði 8 ára hámarkstíma sem formanni Sart er heimilt að sitja í embætti.
Auk þess gerðu formenn aðildarfélaga grein fyrir starfi félaganna á starfsárinu. Sameiginlegt var með skýrslum aðildarfélaga var að atvinnuástand sé gott, en að erfitt sé að fá menntað rafiðnaðarfólk í vinnu því skólarnir séu ekki að svara kalli atvinnulífsins um að mennta þurfi fleiri rafiðnaðarmenn en nú sé gert.
Kristján Daníel Sigurbergsson framkvæmdastjóri Sart fór yfir niðurstöður mælanlegra markmiða sem samtökin höfðu sett sér í kjölfar stefnumótunar sem fram fór árið 2021. Þá kynnti Arndís Ósk Jónsdóttir ráðgjafi, aðferðarfræðina sem lá að baki stefnumótun Sart og horfði til framtíðar verkefna Sart.
Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar fór yfir helstu þætti í starfi Rafmenntar og nefndi meðal annars að mjög mikil aðsókn væri í endurmenntunar námskeið Rafmenntar. Þá sagði Þór frá verkefnastýrðu námi sem Rafmennt heldur úti og er ætlað starfsmönnum
Ljóst er að spennandi tímar eru framundan og nýr formaður hefur í mörg horn að líta, og með sér í þeirri vegferð hefur hann sterka félagsmenn með sér í stjórn og framkvæmdastjórn Sart.
Stjórn Sart skipa:
• Pétur H. Halldórsson, formaður Sart
• Hjörleifur Stefánsson, formaður RS og varaformaður Sart
• Aðalsteinn Þór Arnarson, formaður FRN
• Hrafnkell Guðjónsson, formaður FRA
• Magnús Gíslason, formaður FRS
• Magnús Guðjónsson, formaður FRVL
• Sævar Óskarsson, formaður FRVF
• Hjörtur Árnason, formaður FRT
• Jóhann Unnar Sigurðsson, formaður FLR  
• Róbert Einar Jensson, stjórnarmaður FLR
• Arnar Heiðarsson, stjórnarmaður FLR

Pétur Halldórsson þakkaði Hjörleifi Stefánssyni fyrrverandi formanni Sart fyrir vel unnin störf fyrir samtökin.


Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins og Jóhanna Klara Stefánsdóttir sviðsstjóri mannvirkjasviðs þökkuði Hjörleifi fyrir samstarfið sl. 8 ár. og óskuðu Pétri til hamingju með nýtt hlutverk innan Sart


Úr stjórn gengu Arnbjörn Óskarsson og Helgi Rafnsson, á stjórnarfundi 6. mars sl. var þeim þökkuð áralöng farsæl störf fyrir samtök rafverktaka.



Aðalfundur SART verður haldinn 7. mars á Grand Hótel

Fundargestir eru beðnir um að skrá sig hér: Skráningarhlekkur

 

 

Gjöf til Rafmenntar styrkir kennslu í netöryggi

Hjónin Hjörtur Árnason og Elín Guðmundsdóttir hjá H. Árnason ehf. hafa gefið Rafmennt, fræðslusetri rafiðnaðarins, öflugan NGFW CheckPoint eldvegg til kennslu í netöryggismálum.

Mikilvægt framlag til netöryggiskennslu
Netöryggi verður sífellt mikilvægara í nútímasamfélagi, og með þessari gjöf fær Rafmennt aðgang að háþróuðum búnaði sem mun nýtast vel í verkefnatengdu námi. Með eldveggnum fylgir einnig sérsniðið kennsluefni, sem Hjörtur Árnason hefur samið, en hann hefur áratuga reynslu af þjónustu og ráðgjöf í upplýsingatækni.

Sterk tenging við rafiðnaðinn
Hjörtur Árnason er formaður Félags rafeindatæknifyrirtækja (FRT), sem er aðildarfélag innan SART. Gjöfin endurspeglar mikilvægt samstarf innan rafiðnaðarins og áherslu á að efla fræðslu og þekkingu í greininni.

Með þessari veglegu gjöf er Rafmennt betur í stakk búið til að veita nemendum og fagfólki í rafiðnaði nauðsynlega þjálfun í netöryggi, sem er lykilatriði í ört vaxandi tækniumhverfi.
Á myndinni hér að ofan er Hjörtur Árnason að afhenda gjöfina Rúnari Sigurði Sigurjónssyni, verkefnastjóri veikstraumssviðs hjá Rafmennt, sem tók við gjöfinni fyrir hönd Rafmenntar fræðsluseturs rafiðnaðarins.

Samspil hitastigs og sverleika tauga í rafmagnstöflum – Nýjar leiðbeiningar HMS og SART

Samtök rafverktaka (SART) vekja athygli löggiltra rafverktaka á vaxandi vandamáli tengdu háu hitastigi í rafmagnstöflum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) hefur á undanförnum misserum fengið ábendingar um illa farnar og jafnvel brunnar taugar í rafmagnstöflum, oft tengdar auknu og stöðugu álagi. Þetta álag getur valdið hækkandi hitastigi í töflum og haft alvarlegar afleiðingar.


Hár hiti í rafmagnstöflum getur:
     • Minnkað straumflutningsgetu töflutauga.
     • Stytt líftíma búnaðar í töflum, svo sem var- og rafeindabúnaðar.
     • Í verstu tilfellum valdið bruna og hættu á eignatjóni eða slysum.

Ábyrgð rafverktaka og töflusmiða

Eitt mikilvægasta verkefni rafverktaka og töflusmiða er að staðfesta og sannreyna hitastigshækkun innan rafmagnstöflu við venjulega notkun. Rétt val á töflutaugum, með tilliti til straumflutningsgetu, og trygging þess að búnaður starfi innan leyfilegs hitastigs eru lykilatriði í öryggi rafkerfa.
Í þessu samhengi er mikilvægt að minna á ákvæði í grein 6.12.4 í byggingarreglugerð, sem segir að:
„Leitast skal við að hafa stofnkassa, mælatöflur og/eða aðaltöflur rafmagns í sérstöku töfluherbergi. Þar sem því verður ekki við komið skal tryggja að hitastig rýmis og raki í því sé í samræmi við hönnunarforsendur rafkerfis. Hitastig í töflurými ætti ekki að vera hærra en 25°C. Jafnframt skal tryggja að staðsetning yfirþrýstingsloka og annars búnaðar vatnsinntaka sé ekki með þeim hætti að það geti haft áhrif á starfsemi rafkerfa.“
Þetta ákvæði undirstrikar nauðsyn þess að tryggja að umhverfisaðstæður í töflurýmum séu í samræmi við kröfur um öruggan og áreiðanlegan rekstur rafkerfa.

Aðkoma Fagnefndar SART

Fagnefnd SART hefur unnið náið með HMS að gerð nýrra leiðbeininga sem fjalla ítarlega um hitastig og taugar í rafmagnstöflum. Í þessum leiðbeiningum er fjallað meðal annars um:
     • Kröfur sem gilda um hitastig í rafmagnstöflum.
     • Áhrif hita á straumflutningsgetu tauga og líftíma búnaðar.
     • Ákvörðun um þversnið töflutauga í samræmi við álag.

Leiðbeiningarnar eru lykilverkfæri fyrir hönnuði, rafverktaka og töflusmiði til að tryggja að hitastig í rafmagnstöflum sé innan öruggra marka og að rekstur kerfa sé traustur.

Leiðbeiningarnar má nálgast hér: HLEKKUR Á PDF

SART hvetur alla löggilta rafverktaka til að kynna sér þessar leiðbeiningar og innleiða þær í starfshætti sína til að auka öryggi og draga úr hættu á bilunum eða slysum.

Aðalfundur Sart haldinn 7. mars – Kosning nýs formanns á dagskrá

Aðalfundur Samtaka rafverktaka, Sart, verður haldinn föstudaginn 7. mars kl. 08:30 á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn markar tímamót þar sem kjör nýs formanns fer fram, en núverandi formaður lýkur hámarkstíma sínum í embætti.

Kosning nýs formanns
Samkvæmt samþykktum Sart skal formaður kosinn með leynilegri kosningu og nægir einfaldur meirihluti til að tryggja kjör. Frambjóðendur eru beðnir um að tilkynna framboð sitt á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eigi síðar en 20. febrúar.

Dagskrá fundarins
Á aðalfundinum munu formaður og framkvæmdastjóri fara yfir störf stjórnar og skrifstofu á liðnu ári, reikningar samtakanna verða kynntir, og formenn aðildarfélaga munu gera grein fyrir starfi síns félags. Undir lok hefðbundinna aðalfundarstarfa verður kosið um nýjan formann, auk tveggja skoðunarmanna og varamanna þeirra.

Hádegisverður í boði birgja og heimsókn til Securitas
Eftir aðalfundinn verður hádegisverður í boði birgja. Síðar um daginn býður Securitas fundargestum í heimsókn í aðalstöðvar sínar að Tunguhálsi 11, þar sem boðið verður upp á léttar veitingar, drykki og skemmtun ásamt kynningu á helstu vörum fyrirtækisins. Sérfræðingar Securitas verða á staðnum og svara fyrirspurnum.

Samtök iðnaðarins hvetja félagsmenn Sart til að mæta og taka virkan þátt í fundinum, enda er aðalfundurinn mikilvægur vettvangur fyrir rafverktaka til að hafa áhrif á stefnu og framtíð samtakanna.

Aðalfundir aðildarfélaga

Í desember héldu þrjú aðildarfélög sart aðalfundi sína
• Félaga rafverktaka á Vestfjörðum, FRVF  8. desember
• Félag rafeindatæknifyrirtækja, FRT 13. desember
• Félag rafverktaka á Suðurlandi, FRS 19. desember


Í stjórn FRVF eru:
Sævar Óskarsson formaður, Einar Ágúst Yngvason og Albert Guðmundsson meðstjórnendur og Karl Þór Þórisson, varamaður.

 


Í stjórn FRT eru:
Hjörtur Árnason formaður, Guðni Einarsson og Sigurður Gunnarsson meðstjórnendur og Vilmundur Sigurðsson og Halldór Gunnarsson eru varamenn.

 


Í stjórn FRS eru:
Magnús Gíslason formaður, Guðjón Guðmundsson og Ragnar Ólafsson meðstjórnendur og Hermann G. Jónsson varamaður.

 


Samtök rafverktaka
Borgartún 35, 105 Reykjavík

Sími 591 0100
Fax 591 0101
Kt. 420269-0729
sart@si.is

Sterkari saman

Samtök iðnaðarins eru stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi.

Öryggi - Fagmennska

Merki samtakanna eru skrásett vörumerki og eru trygging fyrir fagmennsku, öryggi og traustum viðskiptaháttum.