(+354) 591 0100

Símanúmer

sart@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Fréttir

Félagsfundur SART

Félagsfundur SART var haldinn í Húsi atvinnulífsins í dag miðvikudaginn 28. júní
Á fundinum voru liðlega 30 manns auk þess sem honum var streymt í beinni útsendingu.

Þór Pálsson kynnti nýja námsleið fyrir ófaglærða starfsmenn löggiltra rafverktaka sem verður í boði frá og með haustinu 2023.
Lögð er áhersla á að námið höfði til aðila sem eru eldri en 25 ára og hafa einhverra hluta vegna ekki lokið formlegu námi til sveinsprófs.
Námið verður verkefnamiðað og því verður stillt þannig upp að allir eiga að geta lokið námi á þeim tíma sem hentar hverjum og einum.

Einnig var farið yfir mál sem snýr að mismunandi áherslum skoðunarstofa við úttektir á raflögnum.
Fyrir um það bil ári fór að bera á því að mikill munur var á áherslum skoðunarstofa við úttektir og athugasemdir voru gerðar við sverleika töflutauga. Á fundinum voru nefnd dæmi um fleiri atriði sem skoðunarstofur eru að dæma á ólíkann hátt.
Framkvæmdastjórn og Fagnefnd SART hafa átt nokkra fundi með rafmagnsöryggissviði HMS vegna þessa máls en ekki er komin niðurstaða í málið. Vonir standa til þess að það gerist á næstu dögum þannig að hægt verði að senda út leiðbeiningar um breytt verklag út á markaðinn sem bíður óþreyjufullur eftir frekari upplýsingum.

HÉR er hlekkur á upptöku af fundinum

 

Ásbjörn Jóhannesson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SART ásamt Kristjáni D. Sigurbergssyni, framkvæmdastjóra SART

 

Gleðistund í boði Öryggismiðstöðvarinnar

Öryggismiðstöðin bauð rafverktökum innan SART til Gleðistundar fimmtudaginn 8 júní
Liðlega 40 löggiltir rafverktakar skráðu sig á viðburðinn þar sem boðið var upp á áhugaverðar kynningar,létt spjall og góðar veitingar.
Viðburðurinn tókst í alla staði mjög vel og þakka félagsfólk SART fyrir sig. 

 

Elfar Harðarson, rafverktaki, Auður Lilja Davíðsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Öryggismiðstöðinni, Hafþór Ólason, rafverktaki 

Útskrift meistaranema frá RAFMENNT laugardaginn 20. maí

15 meistaranemar þar af 12 rafvikjameistarar og 3 rafveituvirkjameistarar voru útskrifaðir við hátíðlega athöfn frá RAFMENNT en þetta eru fyrstu nemendurnir sem útskrifast með meistararéttindi frá RAFMENNT eftir að skólinn hlaut viðurkenningu stjórnvalda sem framhaldsskóli.

Við athöfnina héldu Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, og Hjörleifur Stefánsson, formaður Samtaka rafverktaka, ávörp.

Í ávörpunum kom meðal annars fram að framtíð hagvaxtar á Íslandi byggi á iðn- og tæknimenntuðu fólki og fyrir utan hefðbundin störf rafiðnaðarfólks í mannvirkjagreinum þá séu mikla áskoranir framundan í loftslagsmálum. Þar sé efst á baugi orkuskipti í samgöngum og sjávarútvegi auk rafvæðingu hafna þar sem rafiðnaðnaðarfólk komi til með að hafa mikla aðkomu að því að leysa verkefni því tengdu. Þá kom fram að mikilvægt væri að meistarar væru þátttakendur í að efla starfsgreinina með því að taka nema til sín.

Að ávörpunum loknum afhenti Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, meisturunum prófskírteini auk þess sem formaður Samtaka rafverktaka afhenti öllum meisturunum gjöf frá samtökunum.

Við útskriftina var greint frá því að þar sem færri komast að en vilja í kvöldskóla Tækniskólann væri RAFMENNT að fara af stað með námsmöguleika sem sniðinn er að þeim sem starfandi eru á vinnumarkaðinum en hafa ekki lokið formlegu námi.
 
 Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
 
 Hjörleifur Stefánsson, formaður SART og stjórnarformaður RAFMENNT
 Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ, Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi fromaður RSÍ og Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins

Rafmennt festir kaup á nýjum kennslubúnaði

Nýlega fest RAFMENNT kaup á varmadælum og tengdum kennslubúnaði frá Rafstjórn ehf
Fyrirtækið Rafstjórn ehf sem er eitt af aðildarfyrirtækjum SART hefur verið eitt af leiðandi fyrirtækjum landsins á þessu sviði til marga ára með sérhæfða þjónustu og innflutning á viðurkenndum vörumerkjum.

Með nýjum kennslubúnaði fyrir varmadælur fá þátttakendur á námskeiði um Varmadælur og kælitækni að læra allt sem kemur að uppsetningu á vélunum ásamt virkni þeirra og meðhöndlun á kælimiðli gagnvart umhverfinu.
Myndin hér að ofan var tekin þegar Erling Guðmundsson framkvæmdastjóri Rafstjórn ehf afhenti Þór Pálssynihjá RAFMENNT  kennslubúnaðinn.

Svipmyndir frá fjölmennri ráðstefnu SART og SI um framtíð orkumála

Fjölmennt var á ráðstefnu Samtaka rafverktaka, SART og Samtaka iðnaðarins um orkumál sem fór fram föstudaginn 10. mars á Grand Hótel Reykjavík. Á ráðstefnunni var farið yfir stöðu og þörf í orkuinnviðum á Íslandi í ljósi loftslagsmarkmiða og var gefin innsýn í nýja tækni vindorku og sólarorku og horft til þess hvaða færni fagfólk þarf að búa yfir í framtíðaruppbyggingu orkuinnviða. Fundarstjóri var Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART. 

Ráðstefna SART


Samtök rafverktaka
Borgartún 35, 105 Reykjavík

Sími 591 0100
Fax 591 0101
Kt. 420269-0729
sart@si.is

Sterkari saman

Samtök iðnaðarins eru stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi.

Öryggi - Fagmennska

Merki samtakanna eru skrásett vörumerki og eru trygging fyrir fagmennsku, öryggi og traustum viðskiptaháttum.