(+354) 591 0100

Símanúmer

sart@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Fréttir

Viðhorfskönnun meðal félagsmanna

Í dag var sendur tölvupóstur á löggilta rafverktaka og rafeindavirkja innan SART með hlekk á viðhorfskönnun sem SART stendur fyrir.
Könnunin er liður í undirbúning fyrir stefnumótunarvinnu SART sem farið verður í á haustdögum.
Ekki er hægt að rekja svörin til þátttakenda en góð þátttaka gefur skýrari sýn á viðhorf og væntingar félagsmanna til SART.
Við bindum vonir við að góða þátttöku og hlökkum til að sjá niðurstöður könnunarinnar.

Rafræn aukenning á innri vef SART

Vefur SART hefur verið uppfærður þannig að nú geta notendur skráð sig inn á innri vef SART með rafrænu auðkenni.

Þetta einfaldar félagsmönnum allt aðgengi að gögnum og er í samræmi við stefnu SART um að efla heimasíðu samtakanna.

RAFMENNT aðstoðar nemendur í leit að vinnustaðarnámi.

Reikna má með aukinn aðsókn nema í vinnustaðanám á vordögum enda leggur nú metfjöldi nema stund á rafiðngreinar.

Til að mæta þessari þörf hefur RAFMENNT opnað fyrir aðstoð við nemendur í leit að vinnustaðanámi.
Sérstakt umsóknareyðublað er á vef RAFMENNT  og æskilegt er að umsókninni fylgi ferilskrá þar sem fram kemur staða í námi og upplýsingar um fyrri störf.
SART skorar á félagsmenn sína um að bregðast vel við og taka nema á samning enda er það mikið hagsmunamál fyrir rafiðnaðinn að hafa góðan aðgang að vel menntuðum rafiðnaðarmönnum.


Nánari upplýsingar veitir Alma Sif hjá RAFMENNT This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  s. 540 0171

Þjónustusamningur vegna brunaviðvörunarkerfi

Töluvert er um að félagsmenn hafi haft samband við skrifstofu SART og leitast eftir því að fá aðgang að sniðmáti sem þeir geti svo aðlagað að sýnu gæðakerfi.

Á lokuðu svæði sem er eingöngu fyrir félagsmenn er komið inn undir valmyndinni Eyðublöð og samningar sniðmát fyrir þjónustusamning vegna brunaviðvörunarkerfa. 

 

Hátíðarkveðja

Rafverktakar fá aðgang að enn fleiri stöðlum Staðlaráðs

Fulltrúar Samtaka rafverktaka, SART, og Staðalráðs Íslands hafa endurnýjað samning um aðgang félagsmanna SART að ÍST 200, 150 og 151 sem eru fagtengdir staðlar fyrir rafiðnaðinn. Umfangið á verkefninu hefur nú verið aukið og staðallinn ÍST30 sem eru almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir er nú hluti af samning SART við Staðlaráð.

Myndin hér fyrir ofan er tekin við undirritun samningsins en á henni eru, talið frá vinstri, Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðalráðs Íslands, Hjörleifur Stefánsson, formaður Samtaka rafverktaka, og Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka.

Samningurinn felur í sér að allir félagsmenn SART fá gjaldfrjálsan aðgang að öllum ofangreindum stöðlum um raf- og fjarskiptalagnir fyrir byggingar og íbúðarhúsnæði auk ÍST30.

Þá mun Rafmennt strax í janúar á næsta ári standa fyrir námskeiði þar sem ÍST30 verður lykilgagn á námskeiðinu. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um námskeiðið.


Samtök rafverktaka
Borgartún 35, 105 Reykjavík

Sími 591 0100
Fax 591 0101
Kt. 420269-0729
sart@si.is

Sterkari saman

Samtök iðnaðarins eru stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi.

Öryggi - Fagmennska

Merki samtakanna eru skrásett vörumerki og eru trygging fyrir fagmennsku, öryggi og traustum viðskiptaháttum.