(+354) 591 0100

Símanúmer

sart@si.is

Netfang

Borgartún 35

Staðsetning

Fréttir

Fræðslufundur SART og FLR

Nú er loksins hægt að halda samkomur og við hefjum fundarröð SART og aðildarfélaga á fræðslufundi með VEITUM

 

 

 

Skráningarhlekkur: https://www.si.is/starfsemi/vidburdir/2022/05/18/eventnr/1881

 

Stofnun Nemastofu atvinnulífsins

Fjölmenni var í húsakynnum IÐUNNAR  í gær þegar undirritað var samkomulag um stofnun Nemastofu atvinnulífsins.  Að Nemastofunni standa RAFMENNT og IÐAN og er Nemastofan samstarfsvettvangur atvinnulífsins um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðs starfsfólks.
Lögð verður áhersla á að fjölga fyrirtækjum sem taka nema á vinnustaðanámssamning, með því meðal annars að aðstoða forsvarsmenn fyrirtækja sem starfa í sérhæfðum greinum við að koma á tengingum milli fyrirtækja sem saman geta veitt nemum alla þá þjálfun sem rafræn ferilbók kveður á um að veitt sé í vinnustaðanámi.


Á myndinni hér að ofan eru Hjörleifur Stefánsson formaður SART, Þór Pálsson framkvæmdastjóri RAFMENNT, Margrét Halldóra Arnarsdóttir formaður FÍR, Tómas Guðmundsson rafvirkjameistari TG raf, Áslaug Rós Guðmundsdóttir framkvæmdastóri TG raf, Pétur H Halldórsson varaformaður SART, Kristján D. Sigurbergsson framkvæmdatjóri SART, Helgi Rafnsson varaformaður FLR.

Við stofnun Nemastofu voru veittar viðurkenningar til Tímadjásn - gullsmíðaverkstæði og skartgripaverslun, Bílaumboðsins BL og TG raf sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað og eru almennt góðar fyrirmyndir sem lærdómsfyrirtæki í viðkomandi starfsgrein. Fyrirtækið TG raf sem staðsett er í Grindavík er í Rafverktakafélagi Suðurnesja einu af átta félögum sem mynda SART. 

TG raf var stofnað árið 2004 á grunni fyrirtækisins Rafborg sem var rekið af afa og síðar föður Tómasar Guðmundssonar rafvirkjameistara – Tómas er því þriðji ættliður sem rekur rafverktakafyrirtæki í fjölskyldunni. Við stofnun TG raf varð til öflugt fyrirtæki með mjög fjölþætta starfsemi og þjónustu við skip og sjávarútveg, iðnað og mannvirki með samtals um 30 starfsmönnum, þar af fimm nema. Frá árinu 2015 hefur fyrirtækið aðstoðað starfsmenn sem hafa ekki lokið námi að ná sér í réttindi. Hér er hlekkur á myndband þar sem Tómas segir frá fyrirtækinu og stefnu þess í nemamálum.

SART óskar eigendum og starfsfólki TG raf til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

 

Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra afhendir Tómasi Guðmundssyni Hvatningarverlaun Nemastofu atvinnulífsins

Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra, Tómas Guðmundsson og Ólafur Jónsson verkefnisstjóri Nemastofu.

Aðalfundur SART var haldinn á Grand hótel föstudaginn 11 mars .

Fundinn sóttu fulltrúar rafverktaka af öllu landinu og að loknum hefðbundnum aðalfundarstörfum kynnti Hjörleifur Stefánsson formaður SART niðurstöðu stefnumótunarvinnu SART þar kom fram að SART hefur sett sér megin markmið í starfi samtakanna undir yfirskriftinni Hæfur mannauður, Skilvirkt regluverk, Markviss nýsköpun og Sterk neytendavitund. Nánari upplýsingar um stefnu SART fram til ársins 2025 verður á næstu dögum sett inn á heimasíðu SART.

Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins ávarpaði fundarmenn og fór meðal annars yfir þá ákvörðun stjórnar SI að gera árið 2022 að ári Grænnar iðnbyltingar. Þá ræddi hann ítarlega stöðu iðnfyrirtækja inn í komandi kjaraviðræðu og fór yfir niðurstöður kortlagningar SI á kjaraáherslum ólíkra undirhópa.

Þór Pálsson framkvæmdastjóri RAFMENNT fjallaði um starfsemi fræðslusetursins. Undanfarin ár hefur aukin áhersla verið var lögð á fjarkennslu en kórónuveirufaraldurinn hraðaði þeirri þróun. Samtal milli meistara, Iðunnar, Rafmennt og stjórnvalda jókst til muna á árinu. Stofnað verður nýtt félag sem heitir Nemastofa atvinnulífsins sem á að tryggja að samtal eigi sér stað milli ólíkra aðila sem koma að menntun rafverktaka og annarra iðnaðarmanna. Þá fór framkvæmdastjóri RAFMENNTAR yfir rafræna ferilbók og varpaði upp útgáfu 1 félagsmönnum til upplýsingar. Þór hvatti félagsmenn til þess að taka að sér nema, það væri grundvallaratriði í menntun allra iðnaðarmanna að þau fengju starfsþjálfun hjá fyrirtækjum á markaði. Að lokum óskaði hann eftir því að félagsmenn myndu sækja sér smáforritið RAFMENNT sem er nýtt smáforrit fyrir einstaklingsmiðað áhættumat.

Fundarmönnum var tíðrætt um menntamál í rafiðnaði lagði Hjörleifur Stefánsson formaður SART eftirfarandi ályktun fyrir fundinn sem samþykkt ályktunina einróma.

Aðalfundur SART haldinn 11. mars 2022 lýsir yfir áhyggjum af þeim mikla fjölda nema sem sótt hafa um nám í rafiðngreinum en ekki komust að hjá verknámsskólum landsins. SART skorar á verknámsskólana að fjölga nemaplássum svo hægt sé að svara þessari ásókn í nám í rafiðngreinum. Á sama tíma ætla félagsmenn SART að leita allra leiða til að fjölga nemaplássum hjá fyrirtækjum sínum

 

Að aðalfundi loknum buðu Johan Rönning, Reykjafell og Smith & Norland fundarmönnum til hádegisverðar áður en haldið var í skoðunarferð í Jarðhitasýningu ON á Hellisheiði. En einnig fékk hópurinn kynningu frá VAXA life sem framleiðir smáþörunga í fullkominni verksmiðju í nágrenni Hellisheiðarvirkjunar.

Aðalfundur SART 2022

Útboðsþing SI


Samtök rafverktaka
Borgartún 35, 105 Reykjavík

Sími 591 0100
Fax 591 0101
Kt. 420269-0729
sart@si.is

Sterkari saman

Samtök iðnaðarins eru stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi.

Öryggi - Fagmennska

Merki samtakanna eru skrásett vörumerki og eru trygging fyrir fagmennsku, öryggi og traustum viðskiptaháttum.