Félagsfundur FLR og SART
Félagsfundur FLR og SART sem bar yfirskriftina „Breyttar áherslur skoðunarstofa?“ var haldinn miðvikudaginn 25. janúar sl.
Rúmlega 50 manns komu á fundinn sem haldinn var í húsnæði RAFMENNT auk þess sem félagsmenn fylgdust einnig með beinu streymi frá fundinum alls tæplega 70 manns
Á fundinum tóku meðal annars til máls löggiltir rafverktakar með áratuga starfsreynslu í faginu og lýstu yfir miklum áhyggjum af ósamræmi í úrtaksskoðunum skoðunarstofa á vegum HMS, nefndu þeir dæmi máli sínu til stuðnings og tíunduðu tjón sem þeir höfðu orðið fyrir vegna þessa ósamræmis.
Var forsvarsmönnum SART falið að óska eftir fundi með forstjóra HMS og koma röddum löggiltra rafverktaka á framfæri.