Þjónustufyrirtæki á rafeindatækni sviði þarf samkvæmt iðnaðarlögum nr. 42/1978 að hafa innan sinna vébanda rafeindavirkjameistara sem hefur umsjón með þjónustunni. Viðgerðarþjónusta á íhlutum tölvunnar, s.s. spennugjöfum, tölvuskjám o.fl. krefst sérhæfðrar kunnáttu og þarf því að vera framkvæmd af fagaðilum.

Innan SART eru fyrirtæki sem sinna þessari þjónustu. Hægt er að finna þau með leitarvélinni okkar.

Í rafeindatækninni starfa aðilar sem hafa reynslu á ýmsum sviðum tölvuþjónustunnar. Má þar nefna uppsetningum á stýrikerfum, skrifstofu hugbúnaði og bilanagreiningu.

Starfsmenn sem starfa í tölvuþjónustufyrirtækjum hafa margir gengist undir hæfnismat og þjálfun í stýrikerfum s.s. Microsoft og/eða geta sýnt fram á að viðkomandi hafi mikla reynslu á sviði tölvutækninnar.  Oft er mikið sérnám að baki og hægt er að sérhæfa sig á mörgum sviðum. 

Iðnaðarlögin nr. 42 frá árinu 1978 taka til hvers konar iðnrekstrar í atvinnuskyni.  Í 8. gr. laganna segir að iðngreinar sem löggiltar hafa verið í reglugerð iðnaðarráðherra, skuli ávallt reknar undir forstöðu meistara. Þá segir að meistari skulu bera ábyrgð á að öll vinna sé rétt og vel að hendi leyst.
Leitarvélin

Þegar kemur að því að fólk þarf á þjónustu iðnaðarmanna að halda er mikilvægt að vera viss um að sá sem verður fyrir valinu sé fagmaður með þekkingu og kunnáttu til þeirra verka sem um ræðir hverju sinni.
Því miður eru  til menn og fyrirtæki sem sigla undir fölsku flaggi og hafa ekki réttindi né kunnáttu til að stunda störf þar sem iðnréttinda er krafist. 

Leitarvélin tryggir þér "Öryggi og fagmennsku". Hún finnur fyrir þig fagmenn og fyrirtæki sem öll eiga það sameiginlegt að vera  í aðildarfélögum SART.