Pétur H. Halldórsson tók við formennsku Sart á aðalfundi samtakanna 7. mars
Aðalfundur Sart var haldinn föstudaginn 7. mars sl.
Á fundinum tók Pétur H. Halldórsson við formennsku Samtaka rafverktaka, Sart af Hjörleifi Stefánssyni sem lokið hafði 8 ára hámarkstíma sem formanni Sart er heimilt að sitja í embætti.
Auk þess gerðu formenn aðildarfélaga grein fyrir starfi félaganna á starfsárinu. Sameiginlegt var með skýrslum aðildarfélaga var að atvinnuástand sé gott, en að erfitt sé að fá menntað rafiðnaðarfólk í vinnu því skólarnir séu ekki að svara kalli atvinnulífsins um að mennta þurfi fleiri rafiðnaðarmenn en nú sé gert.
Kristján Daníel Sigurbergsson framkvæmdastjóri Sart fór yfir niðurstöður mælanlegra markmiða sem samtökin höfðu sett sér í kjölfar stefnumótunar sem fram fór árið 2021. Þá kynnti Arndís Ósk Jónsdóttir ráðgjafi, aðferðarfræðina sem lá að baki stefnumótun Sart og horfði til framtíðar verkefna Sart.
Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar fór yfir helstu þætti í starfi Rafmenntar og nefndi meðal annars að mjög mikil aðsókn væri í endurmenntunar námskeið Rafmenntar. Þá sagði Þór frá verkefnastýrðu námi sem Rafmennt heldur úti og er ætlað starfsmönnum
Ljóst er að spennandi tímar eru framundan og nýr formaður hefur í mörg horn að líta, og með sér í þeirri vegferð hefur hann sterka félagsmenn með sér í stjórn og framkvæmdastjórn Sart.
Stjórn Sart skipa:
• Pétur H. Halldórsson, formaður Sart
• Hjörleifur Stefánsson, formaður RS og varaformaður Sart
• Aðalsteinn Þór Arnarson, formaður FRN
• Hrafnkell Guðjónsson, formaður FRA
• Magnús Gíslason, formaður FRS
• Magnús Guðjónsson, formaður FRVL
• Sævar Óskarsson, formaður FRVF
• Hjörtur Árnason, formaður FRT
• Jóhann Unnar Sigurðsson, formaður FLR
• Róbert Einar Jensson, stjórnarmaður FLR
• Arnar Heiðarsson, stjórnarmaður FLR
Pétur Halldórsson þakkaði Hjörleifi Stefánssyni fyrrverandi formanni Sart fyrir vel unnin störf fyrir samtökin.
Árni Sigurjónsson formaður Samtaka iðnaðarins og Jóhanna Klara Stefánsdóttir sviðsstjóri mannvirkjasviðs þökkuði Hjörleifi fyrir samstarfið sl. 8 ár. og óskuðu Pétri til hamingju með nýtt hlutverk innan Sart
Úr stjórn gengu Arnbjörn Óskarsson og Helgi Rafnsson, á stjórnarfundi 6. mars sl. var þeim þökkuð áralöng farsæl störf fyrir samtök rafverktaka.