Fundarboð - takið daginn frá!
Aðalfundur Sart verður haldinn föstudaginn 8. mars kl. 08:30 á Grand Hótel Reykjavík
Fundarboð - takið daginn frá!
Aðalfundur Sart verður haldinn föstudaginn 8. mars kl. 08:30 á Grand Hótel Reykjavík
Í aðstæðum eins og nú hafa raungerst á Reykjanesi við það að heitavatnsæðin frá Svartsengi rofnaði er mikilvægt að huga að rafmagnsöryggi heimila og fyrirtækja.
Viðbúið er að húseigendur freistist til að tengja fleiri rafmagnsofna en rafkerfið ræður við og þá kann að vera stutt í útslátt í rafmagnstöflum heimila eða jafnvel að dreifikerfi veitufyrirtækja slái út. Hafa ber í huga að við þessar aðstæður þarf að takmarka eftir því sem framast er unnt, samtímanotkun orkufrekra heimilistækja.
Mikilvægt er að húseigendur kynni sér fyrirmæli HS veitna sem hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningar til húseigenda um rafmagnsnotkun ef heitt vatn dettur út og notast á við rafmagn til kyndingar. Þar er lögð áhersla á að hver íbúð nota að hámarki 2500W (2,5kW) til húshitunar
Þá hefur HMS einnig sett inn á vef sinn hvatningu til húseigenda um að gæta fyllsta öryggis í umgengni við rafmagnsofna.
Aðalfundur Félags rafverktaka á Austurlandi, FRA, var haldinn föstudaginn 19. janúar sl. Á fundinum var stjórn félagsins endurkjörin en hana skipa Hrafnkell Guðjónsson formaður, Helgi Ragnarsson ritari, Ómar Yngvason gjaldkeri og Þórarinn Hrafnkelsson varamaður.
Undir liðnum önnur mál kynnti Hjörleifur Stefánssson, formaður SART, fyrir félagsmönnum stöðuna í kjarasamningsviðræðum SA við forystu Rafiðnaðarsambandsins, þar að auki kynnti Kristján D. Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART, verkfæra appið Veistu hvar sem öll aðildarfyrirtæki SART hafa gjaldfrjálsan aðgang að.
Að fundi loknum flutti Óskar Frank Guðmundsson fundarmönnum fróðlegt erindi þar sem hann kynnti áhugaverða tölfræði um fjölda þjónustubeiðna og lokatilkynninga sem berast til HMS auk þess sem hann ræddi um algengar athugasemdir skoðunarstofa og mælingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla.
Á myndinni hér fyrir ofan eru Ómar Yngvason, Kristján D. Sigurbergsson, Hjörleifur Stefánsson, Helgi Ragnarsson og Hrafnkell Guðjónsson.
Hjörleifur Stefánsson formaður SART
Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur á Rafmagnsöryggissviði HMS
Keflavík, desember 2023
Árið sem er að líða er um margt mjög sérstakt og fær mann til að horfa öðrum augum á hin ýmsu mál, ekki síst í mínu nærumhverfi á Suðurnesjum þar sem vitundarvakning er að verða um innviði og öryggi þeirra enda hefur hefur ýmislegt gengið á af náttúrunnar völdum sem er þess valdandi að hugsa þarf þessi mál upp á nýtt.
Nýjar leiðbeiningar við Byggingarreglugerðina hafa litið dagsins ljós.
Það er mikilvægt að lögiltir rafverktakar þekki til þessara leiðbeininga og hafi þær til hliðsjónar í störfum sínum.
Leiðbeiningarnar snúa að greinum 6.12.2 Inntaksrými og 6.12.4 Töfluherbergi. Sjá nánar hér og hér.
Flestir félagsmenn þekkja til máls sem Fagnefnd SART hefur unnið að síðastliðið ár og snýr að athugasemdum sem gerðar hafa verið við sverleika töflutauga.
Séstök athygli er vakin á því að leiðbeiningarnar taka á því að hitastig í töfluherbergjum ætti ekki að fara yfir 25° C
Það er því á ábyrgð húseiganda / byggingarstjóra að bregðast við ef hitastig töfluherbergja fer yfir 25°C
Samtök rafverktaka
Borgartún 35, 105 Reykjavík
Sími 591 0100
Fax 591 0101
Kt. 420269-0729
sart@si.is
Merki samtakanna eru skrásett vörumerki og eru trygging fyrir fagmennsku, öryggi og traustum viðskiptaháttum.