Norræn samtök rafverktaka NEPU, funduðu í Færeyjum í liðinni viku.
Fulltrúar Íslands frá Samtökum rafverktaka, Sart, voru Hjörleifur Stefánsson formaður Sart og Kristján Daníel Sigurbergsson framkæmdastjóri Sart. Gestur fundarins var Julie Beaufils aðalritari EuropeOn sem eru evrópsk samtök rafverktaka
Undir yfirskriftinni “Hvernig á að færa norðrið nær Brussel ” var fjallað um það hvernig hægt sé að efla samstarf þvert á stofnanir norrænu samtakanna og þar með auka áhrif rafiðnaðarins innan ESB sem og standa betur vörð um starfsumhverfi og hagsmuni rafverktaka.
Einnig var fjallað um notkun á gervigreind í störfum rafverktaka fyrirtækja og kynnt dæmi um notkunarmöguleika gervigreindar. á fundinum kom fram að með markvissri innleiðingu gervigreindar í rekstrarumhverfi rafverktaka væru mikil tækifæri til að draga úr yfirbyggingu og þannig lækka rekstrarkostnað.
Þá fengu fundarmenn tækifæri til að heimsækja vindorkuver sem rekið er af Færeyska orkufyrirtækinu SEV. Í heimsókninni fengu gestirnir greinargóða kynningu á starfsemi og framtíðaráformum fyrirtækisins.
Troels Blicher Danielsen framkvæmdastjóri Tekniq vakti athygli fundarmann á því að gert sé ráð fyrir því að árið 2030 muni vanta 6700 rafvirkja til starfa í Danmörku
Terji Nielssen forstöðumaður rannsókna og þróunar kynnti vindorkuver SEV
Vindmillugarður ofan við Þórshöfn
Vindmillugarður ofan við Þórshöfn