Aðalfundur Sart haldinn 7. mars – Kosning nýs formanns á dagskrá
Aðalfundur Samtaka rafverktaka, Sart, verður haldinn föstudaginn 7. mars kl. 08:30 á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn markar tímamót þar sem kjör nýs formanns fer fram, en núverandi formaður lýkur hámarkstíma sínum í embætti.
Kosning nýs formanns
Samkvæmt samþykktum Sart skal formaður kosinn með leynilegri kosningu og nægir einfaldur meirihluti til að tryggja kjör. Frambjóðendur eru beðnir um að tilkynna framboð sitt á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eigi síðar en 20. febrúar.
Dagskrá fundarins
Á aðalfundinum munu formaður og framkvæmdastjóri fara yfir störf stjórnar og skrifstofu á liðnu ári, reikningar samtakanna verða kynntir, og formenn aðildarfélaga munu gera grein fyrir starfi síns félags. Undir lok hefðbundinna aðalfundarstarfa verður kosið um nýjan formann, auk tveggja skoðunarmanna og varamanna þeirra.
Hádegisverður í boði birgja og heimsókn til Securitas
Eftir aðalfundinn verður hádegisverður í boði birgja. Síðar um daginn býður Securitas fundargestum í heimsókn í aðalstöðvar sínar að Tunguhálsi 11, þar sem boðið verður upp á léttar veitingar, drykki og skemmtun ásamt kynningu á helstu vörum fyrirtækisins. Sérfræðingar Securitas verða á staðnum og svara fyrirspurnum.
Samtök iðnaðarins hvetja félagsmenn Sart til að mæta og taka virkan þátt í fundinum, enda er aðalfundurinn mikilvægur vettvangur fyrir rafverktaka til að hafa áhrif á stefnu og framtíð samtakanna.