Gjöf til Rafmenntar styrkir kennslu í netöryggi

Hjónin Hjörtur Árnason og Elín Guðmundsdóttir hjá H. Árnason ehf. hafa gefið Rafmennt, fræðslusetri rafiðnaðarins, öflugan NGFW CheckPoint eldvegg til kennslu í netöryggismálum.

Mikilvægt framlag til netöryggiskennslu
Netöryggi verður sífellt mikilvægara í nútímasamfélagi, og með þessari gjöf fær Rafmennt aðgang að háþróuðum búnaði sem mun nýtast vel í verkefnatengdu námi. Með eldveggnum fylgir einnig sérsniðið kennsluefni, sem Hjörtur Árnason hefur samið, en hann hefur áratuga reynslu af þjónustu og ráðgjöf í upplýsingatækni.

Sterk tenging við rafiðnaðinn
Hjörtur Árnason er formaður Félags rafeindatæknifyrirtækja (FRT), sem er aðildarfélag innan SART. Gjöfin endurspeglar mikilvægt samstarf innan rafiðnaðarins og áherslu á að efla fræðslu og þekkingu í greininni.

Með þessari veglegu gjöf er Rafmennt betur í stakk búið til að veita nemendum og fagfólki í rafiðnaði nauðsynlega þjálfun í netöryggi, sem er lykilatriði í ört vaxandi tækniumhverfi.
Á myndinni hér að ofan er Hjörtur Árnason að afhenda gjöfina Rúnari Sigurði Sigurjónssyni, verkefnastjóri veikstraumssviðs hjá Rafmennt, sem tók við gjöfinni fyrir hönd Rafmenntar fræðsluseturs rafiðnaðarins.