
Félagsfundur SART
SART stendur fyrir félagsfundi með HMS og Veitum 15. maí kl 12:00 – 13:00
Fundurinn verður haldinn í húsnæði Rafmennt, Stórhöfða 27 (Grafarvogsmeginn).
Fundarefnið er: Væntanlegar breytingar á Rafmagnsöryggisgátt HMS og skil á þjónustubeiðnum á vefsvæðum veitufyrirtækja.
Á fundinum verða fulltrúar HMS og Veitna með framsögu og svara fyrirspurnum fundarmanna.
Fulltrúi Rarik verður einnig á staðnum.
Fundarstjóri: Kristján D. Sigurbergsson
Boðið verður upp á matarmikla súpu fyrir fundarmenn frá kl. 11:30
Félagsmönnum gefst færi á að fylgjast með fundinum í streymi.
Vegna undirbúnings eru allir fundarmenn beðnir um að skrá sig með því að smella á þennan hlekk: SKRÁNINGARHLEKKUR