Opið fyrir umsóknir í Vinnustaðanámssjóð

 

Búið er að opna fyrir umsóknir í Vinnustaðanámssjóð.

Samtök rafverktaka, SART leggja mikla áherslu á að nemar eigi greiðan aðgang að vinnustaðanámi. Félagsmenn SART kappkosta að haga starfsemi fyrirtækja sinna á þann veg að þeir geti tekið nema í vinnustaðanám og stuðlað þannig að vexti og viðgangi rafiðngreina.

Nú er opið fyrri umsóknir í Vinnustaðanámssjóð þar sem sækja má um styrk til að mæta kostnaði við vinnustaðanám og starfsþjálfun  sem er skilgreindur hluti af námi rafivirkja til sveinsprófs.


ATHUGIÐ!! Sækið um sem allra fyrst, þar sem lokað verður fyrir umsóknir 20. janúar 2023 kl. 15:00

Ef þið þurfið aðstoð eða leiðbeiningar í tengslum við umsóknir í sjóðinn þá veitir veitir Þór Pálson framkvæmdastjóri RAFMENNT allar upplýsingar, Þór er með netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Hér er slóð á umsóknarsíðu vinnustaðanámssjóðs