Haustferð FLR
Félags löggiltra rafverktaka héldu nýverið í árlega haustferð sem að þessu sinni lá vestur á bóginn.
Viðburðarík dagskrá
Fyrsta stopp ferðarinnar var í Hvalstöðina þar sem Gunnlaugur Fjólar Gunnlaugsson tók á móti hópnum og kynnti fyrir þeim sögu og menningu sem tengist hvalveiðum á Íslandi. Að því loknu var haldið áfram að Hernámssafninu þar sem þátttakendur fengu innsýn í sögu Íslands á stríðsárunum og áhrif hernámsins á íslenskt samfélag.
Móttaka á Vimundarstöðum
Að dagskrá lokinni bauð Óskar Rafnsson í Rafkaup hópnum til sín í óðalssetur sitt að Vilmundarstöðum í Reykholtsdal þar sem gafst tækifæri til að njóta höfðinglegra veitinga, eiga gott samtal og efla tengsl meðal félagsmanna FLR.
PPétur H. Halldórsson formaður FLR og Þór Pálsson framkvæmdastjóri Rafmenntar