97. Stjórnarfundur SART: Megin áherslur og ný verkefni
Stjórn Samtaka rafverktaka (SART) kom saman á Hótel Selfossi þann 25. október þar sem fjöldi mála var á dagskrá, allt frá öryggismálum tengdum rafmagnstöflum til þáttöku í erlendu samstarfi evrópskra rafverktaka. Fundinum var stýrt af Hjörleifi Stefánssyni, og var Jóhann Ólafsson frá HMS gestur fundarins.
Áhersla lögð á öryggismál í rafiðnaði
”Stóra víramálið” hefur verið til umræðu meðal félagsmanna SART frá 2022, og hefur það krafist töluverðrar vinnu Fagnefndar SART og tíðra samskipta við HMS. Uppfærðar leiðbeiningar frá HMS voru kynntar í október, og er von á endanlegri útgáfu á næstu vikum, þegar leiðbeiningarnar liggja fyrir munu þær verða kynntar sérstaklega fyrir félagsmönnum.
Í átaksverkefni um eldri rafmagnstöflur greindi HMS frá því að ábendingar hafa borist um 600 rafmagnstöflurm sem taldar eru hættulegar, og ætlar HMS að senda eigendum viðkomandi fasteigna upplýsingar um nauðsynlegar ráðstafanir sem grípa þarf til. SART mun senda félagsmönnum upplýsingar sem HMS hefur gefið út og fjalla um hættur sem geta stafað að eldri rafmagnstöflum.
Rafmagnsöryggisgáttin
Sart og Samorka hafa lýst yfir áhyggjum af stöðu rafmagnsöryggisgáttarinna og leggja áherslu á að flýtt verði innleiðingu nýrrar rafmagnsöryggisgáttar sem fylgi nýjustu tækniþróun. Óskað hefur verið eftir skriflegu svari frá HMS um stöðu þessa verkefnis en óstaðfestar fréttir herma að áætlað sé að ný gátt verði tekin í notkun haustið 2025.
Öryggisskóli iðnaðarins
Sagt var frá undirbúning fyrir stofnun Öryggisskóla iðnaðarins þar sem lagt er upp með að efla öryggisvitund og menntun iðnaðarmanna með samstarfi Rafmenntar og Iðunnar.
Nýleg þátttaka á alþjóðlegum vettvangi
Hjörleifur Stefánsson kynnti þátttöku samtakanna á NEPU- og EuropeOn-fundum, þar sem fjallað var um nýjar orkulausnir og áhrif regluverks ESB á íslenskan iðnað. Með þessu samstarfi hyggjast SART sjá fyrir væntanlegar breytingar á regluverki í rafiðnaði og bregðast við þeim tímanlega.
SART í góðu samstarfi við Samtök iðnaðarins munu áfram fylgjast grannt með þróun þessara mála og leggja sitt af mörkum til að tryggja öryggi og gæði í íslenskum rafiðnaði.
Magnús Gíslason, formaður Félags rafverktaka á Suðurlandi sá um undirbúning fundarinns.
Valdimar Bragason leiddi fundarmenn um nýja miðbæinn á Selfossi og sagði sögu húsanna sem fyrir augu bar