Vegleg gjöf til Raftækniskólans

Samtök rafverktaka (SART) eiga 75 ára afmæli í ár og að því tilefni gáfu þau Raftækniskólanum veglegar gjafir. Stjórn SART sýndi rafeindavirkjun sérstakan stuðning og gaf deildinni tíu Fluke mæla sem munu nýtast við kennslu á námsbrautinni. Einnig gáfu samtökin skólanum Profitest úttektarmæli fyrir raflagnir, þar að auki fylgdi mælinum allur nauðsynlegur aukabúnaður til að gera mælingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla.
Við afhendingu gjafarinnar 4. október sl. flutti Hjörleifur Stefánsson formaður Sart stutt erindi áður en Skólameistari og aðstoðarskólameistari veittu gjöfunum viðtöku.  

Erindi hjörleifs:
Þann 31. mars 1949 komu nokkrir rafvirkjameistarar sama og stofnuðu Landssamband rafvirkjameistara skammstafað LÍR seinna var svo nafninu breytt í Landssamband íslenskra rafverktaka það var svo árið 2010 að félagsmenn LÍR ákváðu að taka upp nafnið Samtök rafverktaka í raf og tölvuiðnaði en örfáum árum seinna ver nafninu enn breytt og þjálla nafn valið sem stendur enn sem er Samtök rafverktaka,  skammstafað SART.
  Í SART eru 7 landshlutafélög löggiltra rafverktaka auk félags Rafeindatæknifyrirtækja sem starfar á landsvísu. Rúmlega 200 fyrirtæki rafverktaka eru innan SART og starfsmenn þeirra eru ca 80% af starfandi rafiðnaðarmönnum á Íslandi
Á þessum 75 árum sem liðin eru frá stofnun samtakanna hafa forystumenn þess unnið að hagsmunum iðngreinarinnar og mikilvægur hluti þess er að styðja við faglegt starf verkmenntaskólanna og að sjálfsögðu opna dyr sínar fyrir nemum sem þurfa að komast í vinnustaðanám.
Eitt stærsta hagsmunamál rafverktaka síðustu ár er að hafa aðgang að vel menntuðu rafiðnaðafólki. Má í því samhengi má nefna að niðurstöður greiningar sem Samtök iðnaðarins unnu fyrir SART dregur fram að félagsmenn SART áætla að þeir þurfi að ráða 800 nýja starfsmenn á næstu 5 árum til að mæta þörf markaðarins.
Undanfarin ár hefur fjöldi útskrifaðra sveina rétt svo haldið í við þann fjölda sem farið hefur á eftirlaun eða haldið á önnur mið , en nýsveinum hefur heldur fjölgað þetta árið vonandi heldur þeim áfram að fjölga því mikil og fjölbreytt atvinnutækifæri eru fyrir rafiðnaðarfólk framtíðarinnar.
Það er okkur sérstök ánægja að í tilefni 75 ára afmælis Samtaka rafverktaka að styðja við rafiðnaðardeild Tækniskólans með þeirri gjöf sem var samþykkt af stjórn að færa skólanum á þessum tímamótum  með von um að þessi tæki verði til að styðja enn betur við rafiðnaðarnám Tækniskólans
góðar stundir