Frágangur á fjarskiptalögnum vegna ljósleiðara
Samkvæmt nýrri ákvörðun PFS nr. 25/2017, sbr. reglur PFS nr. 1111/2015, er bygginga-verktökum skylt að nota tengilista í nýbyggingum fjölbýlishúsa og í atvinnuhúsnæði. Míla beinir því einnig til allra byggingaverktaka að vinna samkvæmt ÍST 151:2016 staðlinum varðandi frágang á fjarskiptalögnum.
9.1 Frágangur á fjarskiptalögnum
Mælt er með að öllum fjarskiptalögnum sé skilað fullfrágengnum með endatenglum í herbergjum og með tengilistum í tengiskápum. Einnig skal verktaki setja upp alla tengiskápa samkvæmt þessum staðli. Tækjabúnaður í tengiskápum er ekki meðtalinn í útboði þar sem reikna má með að íbúar húsnæðisins óski eftir mismunandi fjarskiptakerfum frá mismunandi þjónustuaðilum sem rétt er að eigandinn sjálfur taki ákvörðun um þegar flutt er inn í húsnæðið. Eðlilegt er að reikna bæði með kóaxlögnum og netlögnum (CAT) innan hverrar íbúðar.
Í fjöleignarhúsi skal einnig reikna með að verktaki skili verkinu með fjarskiptalögnum frá húskassa til allra íbúða, bæði kóaxlögnum og netlögnum (CAT og/eða ljósleiðara) sem enda í tengilistum. Auk þess skal verktaki einnig koma öllum tengiskápum fyrir í sameign með tengi-listum samkvæmt þessum staðli. Tækjabúnaður í tengiskápum er ekki meðtalinn í útboði þar sem um mismunandi fjarskiptakerfi er að ræða frá mismunandi þjónustuaðilum sem rétt er að eigendur íbúðanna taki ákvörðun um þegar flutt er inn í húsnæðið.
Orðsending frá Mílu 27.11.2017