7. Breyting á byggingarreglugerð nr.112/2012
Í 7. breytingar á byggingarreglugerð nr.112/2012 sem tók gildi fyrr á þessu ári var A lið 3.8.2 breytt á þá leið að nú orðast hann svo: "Staðfestingu rafvirkjameistara um að raforkuvirki þess hluta mannvirkisins sem tekinn er í notkun sé tilbúið til úttektar"
Til að samrýma verklag og einfalda framkvæmd þessarar greinar byggingarreglugerðarinnar hefur SART lagt til að rafverktakar noti yfirlýsinguna hér að neðan:
Yfirlýsing frá löggiltum rafverktaka
vegna öryggisúttektar á mannvirki skv. kafla 3.8 í Byggingarreglugerð nr. 112/2012.
Ég undirritaður löggiltur rafverktaki lýsi því yfir að (lýsing á verki, staðsetning, heimilisfang o.þ.h. ) hafi verið unnið samkvæmt Reglugerð um raforkuvirki og sé öruggt til notkunar.