Nýjar viðmiðunarreglur um heimtaugastærðir fyrir íbúðarhús.

Rafmagnssvið Veitna hefur ákveðið nýjar viðmiðunarreglur um heimtaugastærðir íbúðarhúsa og verða þær grunnur að hönnunarforsendum í rafdreifikerfi Veitna. Endurskoðunin byggir á raunmælingum á samtímaálagi í rafdreifikerfinu og tekur tillit til þeirra breytinga sem nú eru fyrirsjáanlegar vegna orkuskipta í samgöngum.  Hafa þarf í huga að eitthvað er um strengi m.v. eldri viðmið sem búið er að leggja í jörðu. Hönnuðir og rafverktakar þurfa nú að aðlaga töflur og aðalvarrofa til tengingar álstrengja, minnsti strengur 4x25Al. Taflan með stærðum heimtauganna er aðgengileg undir heitinu stærð heimtauga á innraneti félagsmanna:  http://sart.is/innranet-felagsmanna/faglegar-leidbeiningar/