Nemendur í rafiðngreinum fá gefins spjaldtölvur fyrir námið
Fulltrúar Samtaka rafverktaka, SART, og Rafiðnaðarsambands Íslands afhentu fyrir skömmu nýnemum í rafiðngreinum í Verkmenntaskólanum á Akureyri spjaldtölvur. Spjaldtölvurnar munu nemendurnir nota við námið en samtök rafiðnaðarmanna hafa um langt skeið unnið að gerð námsefnis á rafrænu formi sem nemendur geta notað gjaldfrjálst í gegnum allt námið.