Vel heppnuð haustferð FLR
Föstudaginn 11. október var farin árleg haustferð FLR.
Að þessu sinni var farið í uppsveitir Árnessýslu. Á Spóastöðum tók Þórarinn Þorfinnsson á móti hópnum og sýndi hópnum nýtt hátæknivætt fjós með 150 mjólkandi kúm.
Þaðan lá leiðin að Laugarási þar sem Jens Pétur Jóhannsson hjá Rafmagnsverkstæði Jens og Róberts, tók á móti hópnum af miklum myndarbrag.
Eftir góðar móttökur hjá Jens lá leiðin að Brúarárvirkjun þar sem skoðaðar voru framkvæmdir við 9,9 MW rennslisvirkjun í Tungufljóti undir leiðsögn Margeirs Ingólfssonar.
Undir lok ferðarinnar bauð Jón Þór Guðjónsson hópnum til kvöldverður á Hótel Geysi fyrirhönd Rafports ehf