H.Árnason ehf hlýtur Big Phish viðurkenningu

Íslenska tölvufyrirtækið H. Árnason ehf. sem er jafnframt í SI, SART og FRT, var á dögunum veitt verðlaun og viðurkenningu frá Bandaríska fyrirtækinu Infosec, sem H. Árnason ehf. er aðili að, fyrir kröftuga og fullkomna Phishing þjálfunar áætlun.

 

Infosec er fyrirtæki sem hefur sérhæft sig með þjálfunar- og kennslu efni í netöryggismálum. Big Phish verðlaunin sem H. Árnason ehf. eignaðist á dögunum er einmitt afrakstur notkunar á sérsniðnum lausnum fyrir fyrirtæki sem vilja þjálfa og kenna starfsfólki góða og hagnýta umgengni við netkerfið sitt, bæði heima og að heiman.  Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu H.Árnason ehf