SART sendir inn umsögn við frumvarp um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Um áramótin er fyrirhuguð sameining Íbúðarlánasjóðs og Mannvirkjastofnunar í nýja stofnun, Húsnæðis og mannvirkjastofnun.

SART sendi inn umsögn sem styður þær aðgerðir stjórnvalda sem styrkja stjórnsýslu á sviði mannvirkjamála, þar á meðal rafmagnsöryggismála. Góð samvinna hefur verið milli rafmagnsöryggissviðs Mannvirkjastofnunar og rafverktaka innan SART og almennt eru rafmagnsöryggismál í góðu lagi hér á landis. SART leggur áherslu á mikilvægi rafmagnsöryggismála og að ný stofnun hafi skilvirkni eftirlits og örugga eftirfylgni mála í fyrirrúmi.

Jafnframt brýna SART fyrir stjórnvöldum að tryggja að eftirfylgni með lögum um öryggi raforkuvirkja, neysluveitna og raffanga sé virkt og þá ekki síst gagnvart þeim einstaklingum sem starfa í trássi við lögin,  án tilskilinna réttinda. Ein forsenda þess að öryggi sé tryggt og heilbrigðis markaðar er að allir starfi eftir þeim leikreglum sem löggjafinn hefur sett á sviði rafmagnsöryggismála.

 

Hér má sjá umsögn SART