Dagur rafmagnsins 23 janúar
Dagur rafmagnsins á Norðurlöndum verður haldinn fimmtudaginn 23. janúar. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur að frumkvæði orkufyrirtækja á Norðurlöndum um nokkurra ára skeið. Í tilefni dagsins ætlar Rafmennt sem er í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands, RSÍ, og Samtaka rafverktaka, SART, að vera með opið hús að Stórhöfða 27 næstkomandi fimmtudag kl. 16-18. Á opna húsinu er ætlunin að kynna endurmenntun rafiðnaðarins ásamt því að skýra frá þeim verkefnum sem Rafmennt sinnir fyrir rafiðnaðinn
Nánari upplýsingar er að finna hér