Samningur um áskrift að stöðlum
Samtök rafverktaka, SART, hafa samið við Staðlaráð Íslands um kaup á áskrift að fagtengdum raf- og fjarskiptalagnastöðlum fyrir alla félagsmenn sína. Með þessum samningi verður öllum rafverktökum innan SART gert kleift að sækja sér gjaldfrjálst nýjustu staðlana um raf- og fjarskiptalagnir fyrir byggingar og íbúðarhúsnæði.
Með samningnum er stigið mikilvægt skref til að viðhalda háu þekkingarstigi í fyrirtækjum löggiltra rafverktaka. Aðgangur að nýjustu og bestu upplýsingum hverju sinni auka enn frekar á öryggi og gæði verkefna sem unnin eru af rafverktökum innan SART. Hröð tækniþróun og öflug nýsköpun á sviði rafiðnaðar kallar á stöðluð og öguð vinnubrögð sem kemur landsmönnum til góða.
Myndin er tekin við undirritun samningsins, talið frá vinstri, Emil Sigursveinsson, formaður Rafstaðlaráðs, Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðalráðs Íslands, Hjörleifur Stefánsson, formaður Samtaka rafverktaka, og Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka