Samtök iðnaðarins kæra samninga Reykjavíkurborgar við Orku náttúrunnar um rekstur, viðhald og LED-væðingu götulýsingar.

 

Samtök iðnaðarins hafa sent inn kæru til kærunefndar útboðsmála vegna samninga Reykjavíkurborgar við Orku náttúrunnar (ON) um rekstur, viðhald og LED-væðingu götulýsingar í Reykjavík.
Fram kemur í kærunni að SI telja að viðskipti borgarinnar við ON séu útboðsskyld og krefjast þess að samningurinn verði lýstur óvirkur og borginni verði gert skylt að bjóða innkaupin út. Þá segir að LED-væðingin feli í sér að skipta út lömpum til að fá betri ljósastýringu og minna viðhald en hver lampi á að borga sig upp á sex til sjö árum. Alls séu um 30 þúsund ljósastaurar í borginni og raforkan sé keypt af ON. Fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvðinu hafi ekki farið í útboð, en kæran beinist að borginni þar sem hún sé stærsta sveitarfélagið.
Jóhanna Klara Stefánsdóttir sviðsstjóri á mannvirkjasviðs SI segir málið þríþætt „Í fyrsta lagi teljum við það óeðlilegt að daglegt viðhald á búnaði sé ekki boðið út hjá Reykjavíkurborg en slíkt tíðkast annars staðar hér á landi og erlendis. Í öðru lagi viljum við að þessi einskiptisaðgerð sem LED-væðingin er verði boðin út, enda er um að ræða verkefni sem atvinnulífið getur vel sinnt. Í þriðja lagi skiljum við ekki hvernig hægt er að færa rök fyrir því að þessi verkefni endi á borði Orku náttúrunnar án útboðs.“

 

Frérr á vef Fréttablaðsins

Frétt á vef SI