Aðalfundur SART 2020

Aðalfundur SART haldinn var föstudaginn 5. júní  á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Fyrir fundinn buðu heildsölurnar Johan Rönning, Reykjafell og Smith & Norland fundarmönnum í hádegisverð. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa flutti Árni Sigurjónsson, formaður S, ávarp og Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, flutti erindi Íslenska hagkerfið – Byggingar og mannvirkjagerð á tímum COVID-19. Einnig greindi Þór Pálsson, framkvæmdastjóri RAFMENNT, fundarmönnum frá starfseminni á síðastliðnu ári.