Aðalfundur SART 28. maí á Grand Hótel

 

 

Aðalfundur SART

Aðalfundur Samtaka rafverktaka, SART, verður haldinn á Grand Hótel föstudaginn 28. maí kl. 09.00-12.00.

Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í ráðstefnusalnum Háteig 4 hæð.

Dagskrá aðalfundar er samkv. 22. gr. í samþykktum SART:

  1. Formaður og framkvæmdastjóri gera grein fyrir störfum stjórna og skrifstofu
    fyrir liðið ár.
  2. Reikningar samtakanna fyrir liðið reikningsár.
  3. Formenn aðildarfélaga eða fulltrúar þeirra gera grein fyrir sínum félögum.
  4. Umræður og afgreiðsla mála sem á löglegri dagskrá eru.
  5. Kosning formanns.
  6. Kosning tveggja skoðunarmanna og varamanna þeirra.
  7. Viðhorfskönnun SART
  8. Lögfræðiþjónusta SI
  9. Staðlaðar magntölulýsingar, kynning frá Ákvæðisvinnustofu rafiðna
  10. Önnur mál.

Eftir fundinn bjóða Reykjafell, Johan Rönning og Smith & Norland fundargestum til hádegisverðar á Setrinu.