Aðalfundur SART 28. maí á Grand Hótel
Aðalfundur SART
Aðalfundur Samtaka rafverktaka, SART, verður haldinn á Grand Hótel föstudaginn 28. maí kl. 09.00-12.00.
Að þessu sinni verður fundurinn haldinn í ráðstefnusalnum Háteig 4 hæð.
Dagskrá aðalfundar er samkv. 22. gr. í samþykktum SART:
- Formaður og framkvæmdastjóri gera grein fyrir störfum stjórna og skrifstofu
fyrir liðið ár. - Reikningar samtakanna fyrir liðið reikningsár.
- Formenn aðildarfélaga eða fulltrúar þeirra gera grein fyrir sínum félögum.
- Umræður og afgreiðsla mála sem á löglegri dagskrá eru.
- Kosning formanns.
- Kosning tveggja skoðunarmanna og varamanna þeirra.
- Viðhorfskönnun SART
- Lögfræðiþjónusta SI
- Staðlaðar magntölulýsingar, kynning frá Ákvæðisvinnustofu rafiðna
- Önnur mál.
Eftir fundinn bjóða Reykjafell, Johan Rönning og Smith & Norland fundargestum til hádegisverðar á Setrinu.