Aðalfundur SART 2021
Aðalfundur SART var haldinn föstudaginn 28. maí sl. á Grand Hótel
Formaður SART Hjörleifur Stefánsson var sjálfkjörinn formaður til næstu tveggja ára.
Reikningum félagsins voru gerð skil og Lárus Andri Jónsson og Arnbjörn Óskarsson voru kosnir skoðunarmenn reikninga félagsins. Fluttar voru skýrslur aðildarfélaga um störf þeirra á liðnu starfsári auk þess sem gerð var grein fyrir starfi helstu stjórna og nefnda.
Að auki kynnti Adri R. Haraldsson yfirstandandi verkefni um samræmdar magntölulýsingar undir forustu Ákvæðisvinnustofu Rafiðna. Farið var yfir niðurstöður viðhorfskönnunar SART, Steinunn Pálmadóttir lögfræðingur á Lögfræðisvið SI kynnti þjónustu sem félagsmönnum stendur til boða á endurgjalds auk þess sem kynntur var uppfærður samningur SART við RSÍ um aðgang félagsmanna SART að Sjúkrasjóði RSÍ.
Að aðalfundi loknum bauð Johan Rönning, Reykjafell og Smith & Norland fundarmönnum til veglegs hádegisverðar.
Fundargerð aðalfundar verður aðgengileg seinna í vikunni undir mínum síðum á vef SART.
Hjörleifur Stefánsson, formaður SART
Kristján D. Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART
Pétur Hákon Halldórsson, formaður FLR
Andri Reyr Haraldsson, framkvæmdastjóri Ákvæðisvinnustofu rafiðna
Kristbjörn Óli Guðmundsson, Löggiltur rafverktaki og framkvæmdastjóri Eðalraf ehf.