Rafrænn kynningarfundur um flokkun mannvirkja
Mannvirkjasvið SI boðar til rafræns kynningarfundar fyrir félagsmenn um breytingar á byggingarreglugerð miðvikudaginn 5. janúar kl. 9.00-10.00.
- Herdís Hallmarsdóttir, teymisstjóri og staðgengill framkvæmdastjóra á sviði Öryggis mannvirkja hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, kynnir breytingarnar. Herdís leiddi vinnu starfshóps sem útfærði umræddar breytingar.
- Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, stýrir fundi og umræðum í kjölfar kynningar.
Nú hafa tekið gildi nýjar breytingar á byggingarreglugerð. Um er að ræða reglugerð nr. 1321/2021 sem birt hefur verið í Stjórnartíðindum og á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Helstu breytingar eru að samkvæmt nýjum kafla 1.3 flokkast mannvirki og mannvirkjagerð nú í þrjá umfangsflokka eftir eðli, umfangi og samfélagslegu mikilvægi; umfangsflokk I (geymslur, bílskúrar, sumarhús o.fl.), umfangsflokk II (flest mannvirki, s.s. einbýlishús og fjölbýlishús) og umfangsflokk III (stór fjölbýlishús, sjúkrahús, skólar, virkjanir o.þ.h.).
Nánari umfjöllun um breytingarnar má finna hér.
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.