Stofnun Nemastofu atvinnulífsins

Fjölmenni var í húsakynnum IÐUNNAR  í gær þegar undirritað var samkomulag um stofnun Nemastofu atvinnulífsins.  Að Nemastofunni standa RAFMENNT og IÐAN og er Nemastofan samstarfsvettvangur atvinnulífsins um bætt vinnustaðanám og fjölgun faglærðs starfsfólks.
Lögð verður áhersla á að fjölga fyrirtækjum sem taka nema á vinnustaðanámssamning, með því meðal annars að aðstoða forsvarsmenn fyrirtækja sem starfa í sérhæfðum greinum við að koma á tengingum milli fyrirtækja sem saman geta veitt nemum alla þá þjálfun sem rafræn ferilbók kveður á um að veitt sé í vinnustaðanámi.


Á myndinni hér að ofan eru Hjörleifur Stefánsson formaður SART, Þór Pálsson framkvæmdastjóri RAFMENNT, Margrét Halldóra Arnarsdóttir formaður FÍR, Tómas Guðmundsson rafvirkjameistari TG raf, Áslaug Rós Guðmundsdóttir framkvæmdastóri TG raf, Pétur H Halldórsson varaformaður SART, Kristján D. Sigurbergsson framkvæmdatjóri SART, Helgi Rafnsson varaformaður FLR.

Við stofnun Nemastofu voru veittar viðurkenningar til Tímadjásn - gullsmíðaverkstæði og skartgripaverslun, Bílaumboðsins BL og TG raf sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð framúrskarandi árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað og eru almennt góðar fyrirmyndir sem lærdómsfyrirtæki í viðkomandi starfsgrein. Fyrirtækið TG raf sem staðsett er í Grindavík er í Rafverktakafélagi Suðurnesja einu af átta félögum sem mynda SART. 

TG raf var stofnað árið 2004 á grunni fyrirtækisins Rafborg sem var rekið af afa og síðar föður Tómasar Guðmundssonar rafvirkjameistara – Tómas er því þriðji ættliður sem rekur rafverktakafyrirtæki í fjölskyldunni. Við stofnun TG raf varð til öflugt fyrirtæki með mjög fjölþætta starfsemi og þjónustu við skip og sjávarútveg, iðnað og mannvirki með samtals um 30 starfsmönnum, þar af fimm nema. Frá árinu 2015 hefur fyrirtækið aðstoðað starfsmenn sem hafa ekki lokið námi að ná sér í réttindi. Hér er hlekkur á myndband þar sem Tómas segir frá fyrirtækinu og stefnu þess í nemamálum.

SART óskar eigendum og starfsfólki TG raf til hamingju með verðskuldaða viðurkenningu fyrir vel unnin störf.

 

Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra afhendir Tómasi Guðmundssyni Hvatningarverlaun Nemastofu atvinnulífsins

Ásmundur Einar Daðason Mennta- og barnamálaráðherra, Tómas Guðmundsson og Ólafur Jónsson verkefnisstjóri Nemastofu.