Afhending Sveinsbréf í raf-, rafveitu-, rafvéla og rafeindavirkjun

Afhending Sveinsbréfa í rafiðngreinum fór fram við hátílega athöfn laugardaginn 28 maí

Alls fengu 61 rafvirkjar, 9 rafeindavirkjar, 3 rafvélavirkjar og 1 rafveituvirki afhent sveinsbréf við athöfnina sem haldin var á Grand Hótel. 

Við athöfnina hélt Hjörleifur Stefánsson formaður SART ræðu sem fram kemur hér að neðan. Þar að auki afhenti Hjörleifur viðurkenningar fyrri besta heildaárangur  úr skriflegum og verklegum prófum í rafiðngreinunum.

Ágætu nýsveinar og aðrir gestir. 
Ég vil fyrir hönd Samtaka rafverktaka óska ykkur til hamingju með þennan áfanga sem er ekkert sjálfgefið að klára enda komast færri að í ykkar fagi en vilja. Þar er helst um að kenna dugleysi menntakerfisins þótt öðru sé haldið fram á tyllidögum.
Eflaust er að baki mikið stress og svefnlausar nætur til að komast á þennan stað en vegferðinni er ekki lokið hér. Þið verðið að passa upp á sífellda endurmenntun til að halda í við stöðuga tækniþróun í faginu. Þar stöndum við sem erum í rafiðnaðinum mjög sterk með Rafmennt sem er í eigu SART og RSÍ.
Samstarf SART og RSÍ sem gæta ykkar hagsmuna  hefur að mínu mati verið einstaklega gott undanfarin ár er varðar réttinda- og menntamál í rafiðnaði þótt af og til sé örlítið tekist á í kjarmálunum. Það er von mín að svo verði áfram til framtíðar.
RSÍ heldur úti sveinalista fyrir þá sem hafa til þess hafa unnið en þangað eru þið komin nú. Það er einlægur vilji SART að sem allra fyrst verði allir sem starfa innan rafiðnaðarins á þessum lista.

Miklar breytingar hafa verið undanfarin ár er varðar vinnutíma iðnaðarmanna. Þar ber helst að nefna styttingu vinnuviku og upptöku virks vinnutíma. Ég hef stundum líkt vinnutíma við pizzasneiðar þar sem vinnudagurinn er ca 7 sneiðar sem viðskiptavinurinn er að kaupa. Ef vantar eina sneið í kassann kvartar viðskiptavinurinn. Það sama myndu þið gera ef þið pantið pizzu og það vantar eina sneið í kassann. Þannig að skilaboðin eru þessi virðum virkan vinnutíma það er hagsmunamál fyrir alla.
Öryggismál í faginu eru okkur öllum í rafiðnaði mikið hjartans mál og höfum við fjölda verkfæra til þess að tryggja öryggi.  Þar er helst að nefna lása til útlæsinga og einstaklingsbundið áhættumat sem er app og er öllum aðgengilegt.  Appið nefnist Rafmennt öryggi og var nýverið afhent  öllum iðnaðarmönnum í landinu til notkunar þannig að þið og aðrir hafið verkfæri til þess að tryggja öryggi ykkar og annarra við  störf.
Að lokum enn og aftur til hamingju með áfangann og njótið dagsins.

 

Ástþór Ernir Hrafnsson hlaut viðurkeningu fyrir samanlagða árangi í rafvirkjun.

Magni Rafn Jónsson hlaut viðurkenningu fyrir samanlagðan árangur í rafvélavirkjun

Egill Pétur Ómarsson hlaut viðurkenningu fyrir samanlagðan árangur í rafeindavirkjun

Þar að auki voru veittar viðurkenningar frá Félagi Íslenskra rafvirkja og Félagi rafeindavirkja.

 •  Verklegur árangur rafvirkja og rafvélavirkja 
  Rafvirkjun Ástþór Ernir Hrafnsson
  Rafvélavirkjun Magni Rafn Jónsson
 • Skriflegur árangur rafvirkja og rafvélavirkja
  Rafvirkjun Dagbjört Rut Kjaran Friðfinnsdóttir
  Rafvélavirkjun Friðrik Matthíasson 
 • Skriflegur árangur rafeindavirkja 
  Egill Pétur Ómarsson
 • Verklegur árangur rafeindavirkja
  Óskar ingi Gíslason