Norrænir rafverktakar og pípulagningameistarar funda á Íslandi
Formenn og framkvæmdastjórar samtaka rafverktaka og pípulagningameistara á Norðurlöndunum funduðu á Fosshóteli í Reykjavík í lok ágúst. Aðilar að samtökunum hér á landi eru Samtök rafverktaka, SART, og Félag pípulagningameistara, FP.
Á fundinum var meðal annars rætt um græna orku, stöðu útboða, aðgengi að hráefni, nýja tækni og breytingar á vinnumarkaði þar sem meðal annars var velt upp þeirri spurningu hvernig ástandið í Úkraínu hefði áhrif á vinnumarkaðinn. Einnig var rætt um framtíðarsýn byggingariðnaðarins út frá tæknilegu og efnahagslegu sjónarhorni.
Fyrir miðri mynd eru Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka, og Hjörleifur Stefánsson, formaður Samtaka rafverktaka ásamt Marianne W. Røiseland og Kimmo Hallamaa.
Árni Sigurjónsson, formaður SI ávarpaði fundinn.
Johnny Petré, Theresa Östman og Arnbjörn Óskarsson
Pétur H. Halldórsson og Sigurður Hannesson