Félagsfundur SART

Félagsfundur SART var haldinn í Húsi atvinnulífsins í dag miðvikudaginn 28. júní
Á fundinum voru liðlega 30 manns auk þess sem honum var streymt í beinni útsendingu.

Þór Pálsson kynnti nýja námsleið fyrir ófaglærða starfsmenn löggiltra rafverktaka sem verður í boði frá og með haustinu 2023.
Lögð er áhersla á að námið höfði til aðila sem eru eldri en 25 ára og hafa einhverra hluta vegna ekki lokið formlegu námi til sveinsprófs.
Námið verður verkefnamiðað og því verður stillt þannig upp að allir eiga að geta lokið námi á þeim tíma sem hentar hverjum og einum.

Einnig var farið yfir mál sem snýr að mismunandi áherslum skoðunarstofa við úttektir á raflögnum.
Fyrir um það bil ári fór að bera á því að mikill munur var á áherslum skoðunarstofa við úttektir og athugasemdir voru gerðar við sverleika töflutauga. Á fundinum voru nefnd dæmi um fleiri atriði sem skoðunarstofur eru að dæma á ólíkann hátt.
Framkvæmdastjórn og Fagnefnd SART hafa átt nokkra fundi með rafmagnsöryggissviði HMS vegna þessa máls en ekki er komin niðurstaða í málið. Vonir standa til þess að það gerist á næstu dögum þannig að hægt verði að senda út leiðbeiningar um breytt verklag út á markaðinn sem bíður óþreyjufullur eftir frekari upplýsingum.

HÉR er hlekkur á upptöku af fundinum

 

Ásbjörn Jóhannesson, fyrrverandi framkvæmdastjóri SART ásamt Kristjáni D. Sigurbergssyni, framkvæmdastjóra SART