Mikilvægt að fylgja fyrirmælum HS Veitna

Í aðstæðum eins og nú hafa raungerst á Reykjanesi við það að heitavatnsæðin frá Svartsengi rofnaði er mikilvægt að huga að rafmagnsöryggi heimila og fyrirtækja.
Viðbúið er að húseigendur freistist til að tengja fleiri rafmagnsofna en rafkerfið ræður við og þá kann að vera stutt í útslátt í rafmagnstöflum heimila eða jafnvel að dreifikerfi veitufyrirtækja slái út. Hafa ber í huga að við þessar aðstæður þarf að takmarka eftir því sem framast er unnt, samtímanotkun orkufrekra heimilistækja.  
Mikilvægt er að húseigendur kynni sér fyrirmæli HS veitna sem hafa gefið út ítarlegar leiðbeiningar til húseigenda um rafmagnsnotkun ef heitt vatn dettur út og notast á við rafmagn til kyndingar. Þar er lögð áhersla á að hver íbúð nota að hámarki 2500W (2,5kW) til húshitunar
Þá hefur HMS einnig sett inn á vef sinn hvatningu til húseigenda um að gæta fyllsta öryggis í umgengni við rafmagnsofna.