Aðalfundur Sart

Aðalfundur Sart var haldinn föstudaginn 8. mars 

Á fundinum voru auk hefðbundinna aðalfundarstarfa kynnt greining á hæfniþörf í rafiðnaði ásamt hagtölugreiningu á rekstri fyrirtækja sem skráð eru +i fyrirtækjaskrá undir ÍSAT númerinu 43.21.0 Raflagnir.

Ítarleg greining var á fyrirtækjum innan Sart en einnig var stillt upp samanburði á afkomu fyrirtækja innan og utan Sart. Greiningin er aðgengileg á innrivef Sart.

Þá flutti Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur í rafmagnsöryggi hjá HMS erindi sem hann kallaði Tölfræði yfir þjónustubeiðnir og lokatilkynningar. Að aðalfundi loknum buðu birgjarnir; Joohan Rönning, Reykjafell og Smith & Norland fundarmönnum í hádegisverð á Grand Hótel.