Afhending sveinsbréfa í raf- og rafeindavirkjun
Sveinsbréfa í rafiðngreinum voru afhent í Hofi á Akureyri föstudaginn 17. maí.
Að þessu sinni voru það 10 rafvirkjar og 3 rafeindavirkjar sem útskrifuðust.
Aðalsteinn Þór Arnarsson, formaður Félags rafverktaka á Norðurlandi afhenti Einari Erni Ásgeirssyni viðurkenningu frá Sart fyrir heildarárangur á sveinsprófi en Einar hlaut einnig viðurkenningu frá RSÍ fyrir verklegan árangur í sveinsprófi.