Útskrift frá Rafmennt 25. maí 2024

Útskrift meistaranema í rafvirkjun, kvikmyndatæknifræðinga og afhending sveinsbréfa í raf- og rafeindavirkjun fór fram við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica þann 25. maí sl.
Að þessu sinni voru útskrifaðir 29 rafvirkjameistarar og 10 Kvikmyndatæknifræðingar. Þar að auki höðu 101 rafvirki og 3 rafeindavirkjar staðist sveinspróf og fengu sveinsbréf sín afhent.
Dagskráin var glæsileg að vanda með ræðuhöldum og afhendingu viðurkenninga fyrir góðan árangur.

10 Nemendur úr Kvikmyndatækni voru útskrifaðir.


Fannar Freyr Jónsson fékk verðlaun frá Félagi íslenskra rafvirkja (FÍR) fyrir skriflegan árangur í rafvirkjun og Guðmundi Gunnarssyni var veitt verðlaun fyrir verklegan árangur í rafvirkjun. Gunnar Guðmundsson fékk einnig verðlaun frá Samtökum rafverktaka (SART) fyrir heildarárangur í rafvirkjun. Halldór Stefán Laxdal Báruson fékk afhend verðlaun frá Félagi rafeindavirkja fyrir skriflegan árangur.

Hjörleifur Stefánsson formaður SART afhenti Gunnari Guðmundssyni viðurkenningu frá SART fyrir heildarárangur í rafvirkjun


Það er skemmtilegt að segja frá því að bræðurnir Halldór Ingi og Jón Ágúst Péturssynir útskrifuðust báðir úr meistaranáminu en þeir eru synir Péturs H. Halldórssonar formann Félags löggiltra rafverktaka.