Vaxandi áhugi á sólarorkuverum
Vaxandi áhugi er hér á landi á uppsetningu á sólarorkuvera við heimili og fyrirtæki.
í því samhengi er gaman að segja frá því að Orkusetur Orkustofnunar hefur nú opnað fyrir umsóknir á styrkjum vegna raforkuframleiðslu með sólarsellum.
Að mörgu er að hyggja þegar kemur að uppsetningu og tengingu sólarorkukerfa og rétt er að vekja athygli á því að öll raflagnavinna, þ.m.t. uppsetning og tenging sólarorkukerfa, skal unnin á ábyrgð löggilts rafverktaka sem tilkynnir verk sín til HMS að þeim loknum.
Töluverð reynsla er komin á uppsetningu sólarorkuvera í Evrópu þar með talið á Norðurlöndunum. Hjá vef sænska rafmagnseftirlitsins má finna áhugaverðar greinar sem tengjast uppsetningu sólarorkuvera og má til dæmis benda á áhugaverða grein sem ber nafnið Varför stör solceller andra elprodukter och elanläggningar? Og fjallar greinin um truflanir sem sólarorkuver geta valdi á rafkerfum í nálægð við orkuverin. Einnig má benda á frétt á vef HMS sem fjallar um atriði sem vert er að hafa í huga þegar kemur að uppsetningu sólarorkuvera. Auk þess er mikið efni um sólarorku aðgengilegt á vef NHO Elektro norsku systursamtökum Sart.
Sart hvetur félagsmenn til að gefa tækninni á bak við sólarorkuverin gaum þar sem vænta má aukinnar eftirspurnar á uppsetningu þessara orkukerfa.