Stefnumótun Sart
Stefnumótunardagur Sart var haldinn föstudaginn 17. október sl. á Hótel Keflavík. Vinnunni stjórnaði Arndís Ósk Jónsdóttir, ráðgjafi hjá Change Incorporated.
Markmið stefnumótunarinnar var meðal annars að skilgreina áherslur og verkefni sem vinna skal að fram til ársins 2030. Þegar búið verður að vinna úr niðurstöðum fundarins verða þær rækilega kynntar fyrri félagsfólki Sart.
Þátt tóku rúmlega 30 félagsmenn frá öllum aðildarfélögum Sart en Rafverktakafélag Suðurnesja sá um undirbúning fundarinns sem tókst í alla staði vel.