Fundur um breytingar á lögum um mannvirki
Mannvirkjaráð Samtaka iðnaðarins boðar til fundar um nýsamþykktar breytingar á lögum um mannvirki nr. 160/2010. Fundurinn er opinn félagsmönnum SI og er nauðsynlegt að skrá sig. Fundurinn verður haldinn í Kviku á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, miðvikudaginn 27. júní kl. 8.30-10.00. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 8.15.
Fundarstjóri er Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur SI.
Dagskrá
Opnunarerindi – Friðrik Á. Ólafsson, viðskiptastjóri byggingariðnaðar á mannvirkjasviði SI
Nýsamþykktar breytingar á lögum um mannvirki og möguleg áhrif á fyrirtæki – Björn Karlsson, forstjóri Mannvirkjastofnunar
Umræður og fyrirspurnir
Hér er hægt að skrá sig á fundinn.