Lokuð Facebooksíða SART - FLR
Í vor átti stjórn FLR frumkvæði að því að settur var upp lokaður Facebook hópur með nafninu Félag löggiltra rafverktaka sem var eingöngu hugsaður fyrir félagsmenn FLR.
Þetta framtak hefur vakið verðskuldaða athygli og hafa borist beiðnir frá félagsmönnum SART utan FLR um aðgang að síðunni, þær umsóknir voru settar á bið en nú verður opnað fyrir þær.
Aðilar utan SART hafa einnig sýnt áhuga á að fá aðgang að hópnum en ekki hefur verið orðið við þeim óskum.
Að sögn Pétur Halldórssonar, formanns FLR og varaformanns SART, hefur stjórn FLR ákveðið að opna aðgang fyrir alla félagsmenn SART og verður nafni hópsins breytt í SART – FLR, Félag löggiltra rafverktaka
„Löggiltir rafverktakar innan okkar samtaka eru flestir að eiga við sömu áskoranirnar hvar sem þeir eru staddir á landinu og stjórn FLR vonast til að sem flestir félagsmenn SART muni notfæra sér þennan vettvang til að skiptast á hugmyndum og upplýsingum.“