Rafverktakar fá aðgang að enn fleiri stöðlum Staðlaráðs
Fulltrúar Samtaka rafverktaka, SART, og Staðalráðs Íslands hafa endurnýjað samning um aðgang félagsmanna SART að ÍST 200, 150 og 151 sem eru fagtengdir staðlar fyrir rafiðnaðinn. Umfangið á verkefninu hefur nú verið aukið og staðallinn ÍST30 sem eru almennir útboðs- og samningsskilmálar um verkframkvæmdir er nú hluti af samning SART við Staðlaráð.
Myndin hér fyrir ofan er tekin við undirritun samningsins en á henni eru, talið frá vinstri, Helga Sigrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Staðalráðs Íslands, Hjörleifur Stefánsson, formaður Samtaka rafverktaka, og Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka rafverktaka.
Samningurinn felur í sér að allir félagsmenn SART fá gjaldfrjálsan aðgang að öllum ofangreindum stöðlum um raf- og fjarskiptalagnir fyrir byggingar og íbúðarhúsnæði auk ÍST30.
Þá mun Rafmennt strax í janúar á næsta ári standa fyrir námskeiði þar sem ÍST30 verður lykilgagn á námskeiðinu. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um námskeiðið.