RAFMENNT aðstoðar nemendur í leit að vinnustaðarnámi.
Reikna má með aukinn aðsókn nema í vinnustaðanám á vordögum enda leggur nú metfjöldi nema stund á rafiðngreinar.
Til að mæta þessari þörf hefur RAFMENNT opnað fyrir aðstoð við nemendur í leit að vinnustaðanámi.
Sérstakt umsóknareyðublað er á vef RAFMENNT og æskilegt er að umsókninni fylgi ferilskrá þar sem fram kemur staða í námi og upplýsingar um fyrri störf.
SART skorar á félagsmenn sína um að bregðast vel við og taka nema á samning enda er það mikið hagsmunamál fyrir rafiðnaðinn að hafa góðan aðgang að vel menntuðum rafiðnaðarmönnum.
Nánari upplýsingar veitir Alma Sif hjá RAFMENNT This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. s. 540 0171