Orkuvirki fagnar 50 ára afmæli

Orkuvirki sem er aðildarfyrirtæki Samtaka rafverktaka og Samtaka iðnaðarins, fagnar á þessu ári 50 ára starfsafmæli. Af því tilefni var blásið til afmælisveislu í húsnæði fyrirtækisins að Tunguhálsi 3 í Reykjavík. Þar komu saman starfsfólk, birgjar og viðskiptavinir og áttu ánægjulega samverustund. Ríkulega var fagnað tímamótunum og gleði ríkti meðal gesta.

Afmælisárinu 2025 hefur verið fagnað með þremur sérstökum viðburðum. Fyrst var efnt til tónleika með tónlistarmanninum Mugison í Salnum í Kópavogi, síðan var haldið afmælisgolfmót á Garðavelli á Akranesi og loks afmælishóf í höfuðstöðvum Orkuvirkis í Reykjavík.

Viðburðirnir endurspegla þann góða anda sem einkennir starfsemi fyrirtækisins og voru vel sóttir af samstarfsaðilum og viðskiptavinum Orkuvirkis.
Orkuvirki er eitt af elstu verktakafyrirtækjum landsins og hefur frá upphafi verið leiðandi í þróun og uppbyggingu á sviði orkuiðnaðar og veitukerfa. Fyrirtækið þjónustar meðal annars stóriðju, veitufyrirtæki og aðra stórnotendur og hefur áratuga reynslu af tæknilegum lausnum á þessu sviði.

Með sterkri fagþekkingu og stöðugri þróun hefur Orkuvirki átt stóran þátt í mótun innviða á Íslandi. 
Starfsemi Orkuvirkis er gott dæmi um mikilvægi öflugra fyrirtækja í verktaka- og tæknigeiranum fyrir innviði samfélagsins. Samtök rafverktaka óskar eigendum og starfsfólki Orkuvirkis til hamingju með þessi tímamót og minna á mikilvægi þess að skapa traust og hagkvæmt rekstrarumhverfi fyrir fyrirtæki sem leggja sitt af mörkum til orkuiðnaðarins og byggðarþróunar á Íslandi.